Fótbolti

Heimir: Getum vonandi gefið öllum spiltíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið leikur sinn síðasta leik á árinu 2016 þegar það mætir Möltu í vináttulandsleik á morgun.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, ætlar að nota leikinn til að gefa mönnum sem hafa spilað minna tækifæri.

„Vonandi getum við gefið öllum spiltíma. Það hefur verið vaninn hjá okkur þegar við eigum vináttulandsleik eftir mótsleik, að gefa mönnum tækifæri,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild 365.

Heimir segir nauðsynlegt að nýta vináttulandsleiki til að stækka hópinn.

„Við höfum fyrir það fyrsta lent í bæði leikbönnum og meiðslum eftir EM í sumar. Þá er gott að eiga leikmenn sem hafa spilað með okkur og verið í ákveðnum stöðum í liðinu,“ sagði Heimir sem kveðst einnig vera að hugsa til framtíðar.

Nánar verður rætt við Heimi í Fréttablaðinu á morgun.

Leikur Möltu og Íslands hefst klukkan 18:00 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×