Fótbolti

Hjörtur: Höfum ekki tapað á heimavelli og ætlum ekki að byrja núna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hjörtur Hermannsson, leikmaður Bröndby í Danmörku, bar fyrirliðaband íslenska U21 árs landsliðsins í síðasta leik gegn Skotlandi sem ungu strákarnir okkar unnu, 2-0.

Leikurinn hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvelli, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Útsending hefst klukkan 16.35.

Sjá einnig:Leikur upp á framtíðina

Hjörtur verður í byrjunarliðinu í kvöld og aftur með bandið ef Oliver Sigurjónsson getur ekki verið með þegar Ísland mætir Úkraínu í lokaumferð undankeppni HM 2017. Sigur kemur Íslandi á lokamótið.

„Við þurfum að sækja þessi þrjú stig sem koma okkur til Póllands,“ sagði Hjörtur við Vísi á æfingu íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Hann telur sigur vel raunhæft markmið.

„Ekki spurning. Við unnum Úkraínu á útivelli og höfum verið stöðugir í okkar leik alla undankeppnina. Við erum heldur ekki búnir að tapa leik á heimavelli og ætlum ekki að byrja á því núna.“

Sjá einnig:Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna

Íslenska A-landsliðið veitir ungu strákunum innblástur játar Hjörtur, en Ísland lagði Tyrkland með sannfærandi og glæsilegri frammistöðu á sunnudaginn.

„Að sjálfsögðu hefur gengi A-landsliðsins síðustu ár hjálpað gífurlega. Strákarnir gera þetta af svo miklu öryggi og treysta okkar leikskipulagi og sýna að þetta er allt hægt,“ sagði Hjörtur.

Úkraína er úr leik og er bara að spila upp á stoltið: „Við vitum að Úkraína er með hörku sterkt lið og góða leikmenn innan sinna herbúða. Þeir hafa samt að litlu að keppa þannig að við eigum að gefa okkur alla í verkefnið og klára þetta,“ sagði Hjörtur Hermannsson.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Leikur upp á framtíðina

U21 árs landsliðið í fótbolta getur komist í lokakeppni EM 2017 með sigri á Úkraínu í kvöld. Sigur gæti haft jákvæð margföldunaráhrif á íslenskan fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×