Fótbolti

Neitaði að taka í hönd þjálfarans og var rekinn úr landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Graziano Pelle.
Graziano Pelle. Vísir/Getty
Graziano Pelle, framherji ítalska landsliðsins, er ekki lengur með ítalska landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn fyrir leiki liðsins í undankeppni HM.

Graziano Pelle var nefnilega rekinn heim fyrir að neita að taka í hönd þjálfarans eftir að framherjinn var tekinn af velli á móti Spáni í gær.

Gian Piero Ventura skipti Graziano Pelle útaf á 59. mínútu leiksins en Spánverjar höfðu komist 1-0 yfir aðeins nokkrum mínútum fyrr.

Graziano Pelle verður ekki með í leiknum á móti Makedóníu á sunnudaginn og er farinn til Kína þar sem hann spilar nú með liðinu Shandong Luneng.

Pelle hefur spilað undanfarin ár í ensku úrvalsdeildinni en samdi við kínverska liðið eftir Evrópumótið í sumar.

Pelle baðst afsökunar á atvikinu á Instagram síðu sinni og segir sanngjarnt að hann taki afleiðingum gjörða sinna.

Graziano Pelle er orðinn 31 árs gamall en lék sinn fyrsta landsleik áirð 2014. Hann hefur skorað 9 mörk í 20 landsleikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×