Hjálmar Bogi sækist eftir 2.-4. sæti Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2016 14:26 Hjálmar Bogi Hafliðason. Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og varaþingmaður, hefur boðið sig fram í 2.-4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í tilkynningu frá Hjálmari Boga segir hann að á Íslandi eigi allir að geta haft það gott. „Við búum í samfélagi sem einkennist af fámenni, kærleika á raunastundu og óþrjótandi tækifærum. Við höfum byggt upp samfélag sem önnur vilja líkjast. En við viljum öll gera okkar góða land enn betra. Það á að vera verkefni okkar allra, í anda hugsjóna okkar um samvinnu og félagshyggju. Ég hef verið kennari í rúman áratug. Í starfi mínu hef ég hitt fjölda ólíkra einstaklinga með ólíka sýn á lífið. Lykillinn að jákvæðum breytingum á samfélaginu er að hlúa einsog hægt er að menntun unga fólksins okkar, frá leikskóla til háskóla. Þá gildir einu hvort menn vilja verða hönnuðir, læknar, píparar – eða bændur. Öll störf skipta máli. Virðingu fyrir ólíkum störfum þarf að kenna og tileinka sér. Við þurfum að lyfta undir nýsköpunar- og tæknimenntun. Mér er sérlega hugleikið að hefja verknám til vegs og virðingar. Til að byggja upp gott menntakerfi og velferðarsamfélag þarf hins vegar fjármuni. Til að skapa fjármuni þarf störf. Grundvöllur þeirra er stöðugleiki. Til að skapa stöðugleika þarf jöfnuð. Öðruvísi náum við ekki jafnvægi með áherslu á heildarhagsmuni umfram sérhagsmuni. Við erum sameiginlega ábyrg fyrir gæfu hvers annars. Það er hin gamla samvinnuhugsjón okkar Framsóknarmanna enda mannlegt samfélag, mannanna verk. Samgöngur og fjarskipti eru lykilatriði til að tryggja jafnræði óháð búsetu. Einstaklingurinn á að hafa frelsi til að velja hvar hann býr. Við þurfum að skapa innviði sem gera honum það kleift. Hann þarf að komast heim og heiman í krafti góðra samgangna. Hann þarf tengsl við umheiminn um fyrsta flokks fjarskipti. Sanngjarnt skattkerfi er lykillinn að uppbyggingu innviða sem stuðla að jafnræði og jöfnuði. Skynsamleg nýting auðlinda og orku með komandi kynslóðir í huga hefur alltaf verið eitt af leiðarljósum okkar Framsóknarmanna. Allar ákvarðanir okkar hafa áhrif; einhvers staðar, á einhverjum tíma! Ísland á alþjóðavísu í samfélagi þjóðanna er spennandi viðfangsefni. Við lifum í breyttum heimi á einni Jörð og tækifæri til að miðla af reynslu okkar á sviði tækni, hreinnar matvælaframleiðslu og verndun lands eru einstök. Ég vil að Íslendingar verði í fararbroddi á því sviði. Auk þess að vera kennari hef ég fjölþættan bakgrunn. Var bæjarfulltrúi í Norðurþingi. Ég er virkur þátttakandi í starfi Leikfélags Húsavíkur, sit í svæðisstjórn björgunarsveitanna, er formaður Golfklúbbs Húsavíkur – og ég syng í kirkjukórnum!“ segir í tilkynningunni frá Hjálmari Boga. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og varaþingmaður, hefur boðið sig fram í 2.-4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í tilkynningu frá Hjálmari Boga segir hann að á Íslandi eigi allir að geta haft það gott. „Við búum í samfélagi sem einkennist af fámenni, kærleika á raunastundu og óþrjótandi tækifærum. Við höfum byggt upp samfélag sem önnur vilja líkjast. En við viljum öll gera okkar góða land enn betra. Það á að vera verkefni okkar allra, í anda hugsjóna okkar um samvinnu og félagshyggju. Ég hef verið kennari í rúman áratug. Í starfi mínu hef ég hitt fjölda ólíkra einstaklinga með ólíka sýn á lífið. Lykillinn að jákvæðum breytingum á samfélaginu er að hlúa einsog hægt er að menntun unga fólksins okkar, frá leikskóla til háskóla. Þá gildir einu hvort menn vilja verða hönnuðir, læknar, píparar – eða bændur. Öll störf skipta máli. Virðingu fyrir ólíkum störfum þarf að kenna og tileinka sér. Við þurfum að lyfta undir nýsköpunar- og tæknimenntun. Mér er sérlega hugleikið að hefja verknám til vegs og virðingar. Til að byggja upp gott menntakerfi og velferðarsamfélag þarf hins vegar fjármuni. Til að skapa fjármuni þarf störf. Grundvöllur þeirra er stöðugleiki. Til að skapa stöðugleika þarf jöfnuð. Öðruvísi náum við ekki jafnvægi með áherslu á heildarhagsmuni umfram sérhagsmuni. Við erum sameiginlega ábyrg fyrir gæfu hvers annars. Það er hin gamla samvinnuhugsjón okkar Framsóknarmanna enda mannlegt samfélag, mannanna verk. Samgöngur og fjarskipti eru lykilatriði til að tryggja jafnræði óháð búsetu. Einstaklingurinn á að hafa frelsi til að velja hvar hann býr. Við þurfum að skapa innviði sem gera honum það kleift. Hann þarf að komast heim og heiman í krafti góðra samgangna. Hann þarf tengsl við umheiminn um fyrsta flokks fjarskipti. Sanngjarnt skattkerfi er lykillinn að uppbyggingu innviða sem stuðla að jafnræði og jöfnuði. Skynsamleg nýting auðlinda og orku með komandi kynslóðir í huga hefur alltaf verið eitt af leiðarljósum okkar Framsóknarmanna. Allar ákvarðanir okkar hafa áhrif; einhvers staðar, á einhverjum tíma! Ísland á alþjóðavísu í samfélagi þjóðanna er spennandi viðfangsefni. Við lifum í breyttum heimi á einni Jörð og tækifæri til að miðla af reynslu okkar á sviði tækni, hreinnar matvælaframleiðslu og verndun lands eru einstök. Ég vil að Íslendingar verði í fararbroddi á því sviði. Auk þess að vera kennari hef ég fjölþættan bakgrunn. Var bæjarfulltrúi í Norðurþingi. Ég er virkur þátttakandi í starfi Leikfélags Húsavíkur, sit í svæðisstjórn björgunarsveitanna, er formaður Golfklúbbs Húsavíkur – og ég syng í kirkjukórnum!“ segir í tilkynningunni frá Hjálmari Boga.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira