Fótbolti

Uppselt á leikinn gegn Tyrkjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Laugardalsvöllurinn verður þétt setin 9. október næstkomandi.
Laugardalsvöllurinn verður þétt setin 9. október næstkomandi. vísir/vilhelm
Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 sem fer fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 9. október.

Um 3000 miðar fóru í almenna sölu en miðasalan á midi.is hófst á hádegi í gær. Þeir hafa nú allir verið seldir en síðustu miðarnir fóru í morgun.

Tyrkir tóku alla 1000 miðana sem þeim stóðu til boða og þá voru 1800 mótsmiðar farnir. Þeir sem keyptu slíka miða eiga öruggt sæti á öllum heimaleikjum Íslands í undankeppni HM 2018.

Leikurinn gegn Tyrklandi er þriðji leikur íslensku strákanna í undankeppninni og annar heimaleikurinn.

Ísland mætir Úkraínu í Kænugarði á mánudaginn og fimmtudaginn 6. október koma Finnar í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Þremur dögum síðar er svo komið að leiknum gegn Tyrkjum.

Þann 12. nóvember fer íslenska liðið svo til Zagreb og mætir Króötum. Alls leika íslensku strákarnir því fjóra af 10 leikjum sínum í undankeppni HM 2018 á þessu ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×