Fótbolti

Ara vantaði greinilega smá sykur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ari Freyr er hér keyrður af velli í gær.
Ari Freyr er hér keyrður af velli í gær. vísir/getty
Það var smá uppnám í búningsklefa íslenska landsliðsins í Úkraínu í gær þegar Ari Freyr Skúlason féll í yfirlið eftir leik.

Viðbrögð landsliðsfyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar, náðust á myndband en hann var í miðju viðtali við Einar Örn Jónsson á RÚV þegar það leið yfir Ara. Það má sjá hér.

Sem betur fer var atvikið ekki alvarlegt og Ari var orðinn góður skömmu síðar.

Landsliðsfyrirliðinn sagði síðan á Twitter að Ara hefði greinilega vantað smá sykur.

Ekki alveg kvöldið hans Ara Freys sem einnig fór meiddur af velli í leiknum.


Tengdar fréttir

Ásættanleg byrjun í Úkraínu

Ísland hóf vegferð sína að sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi með því að gera jafntefli við sterkt lið Úkraínu ytra í gær, 1-1. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en gátu að lokum prísað sig sæla að ná stigi.

Alfreð: Maður vill alltaf meira

Alfreð Finnbogason var ánægður með að hafa nýtt tækifæri sitt í byrjunarliði íslenska liðsins vel.

Birkir Már: Eins og að spila á Íslandi

Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, segir að Ísland hafi dottið of mikið niður eftir að hafa fengið jöfnunarmarkið á sig gegn Úkraínu í kvöld.

Aron Einar: Fannst við fá fleiri færi

Það voru blendnar tilfinningar hjá fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Úkraínu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×