Lífið

Battlað í borginni: „Þú sökkar!”

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
„Þú ert að fara að tapa! Allir í Dans Brynju Péturs eru geggjaðir, þú sökkar!”

Með þessi skilaboð í kollinum frá systur sinni ákvað Jeff Mwangi, 14 ára piltur í 8. bekk Sjálandsskóla að herða sig í æfingum fyrir streetdanskeppnina sem er lokahnykkurinn í þáttaröðinni „Battlað í borginni“ annaðkvöld á Stöð 2 og jafnframt einn af hápunktum streetdans menningarinnar á Íslandi.

Jeff er einn af fimm ungmennum af erlendum uppruna sem Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður hafa fylgst með í vetur og um leið gefið áhorfendum tækifæri til að skyggnast inn í líf ungra innflytjenda í íslensku samfélagi. Á þeim tíma hafa áhorfendur fylgst með þeim æfa sig fyrir danskeppnina, þar sem bestu streetdans unglingar sem Ísland á, battla á dansgólfinu.

Stóri dagurinn, danskeppnin, rennur upp í lokaþættinum og í myndskeiðinu sem hér fylgir má sjá hvernig unglingarnir okkar fimm eru stemmdir rétt fyrir og á keppnisdagsinn sjálfan. Peppuð en bullandi stressuð.

Veglegur lokaþáttur af Battlað í borginni fer í loftið á mánudagskvöld, 6. júní, kl.  20:40 á Stöð 2. Í þættinum sjáum við litrík, íslensk og útlensk ungmenni, battla á dansgólfinu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Verður það einn af okkar krökkum? Kemur í ljós.


Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Chelbat.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×