Sendir skömmina heim: Getur ekki séð sér og börnum sínum farboða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. maí 2015 07:45 Jóhanna er ein af fjölmörgum starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu sem eru í verkfalli. Vísir „Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er,“ sagði Jóhanna Marín Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, í skoðanagrein á Vísi í gær. Hún segir menntun eiga stóran þátt í því að samfélagið okkar sé friðsælt og umburðarlynt. Jóhanna segir í greininni að hún ætli að ljóstra upp um hræðilegt leyndarmál eftir andvökunótt.Vill losna undan skömm sem ekki er hennar að bera „Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan.“ Hún öðlaðist þá kjark til þess að losa sig undan oki áratuga skammar yfir því sem hún átti enga sök á. Nú segist Jóhanna finna fyrir sömu löngunar til að létta af sér skömm sem hvílt hefur á henni í mörg ár. Skömm hennar, sem hefur bæði rænt hana friði og haft áhrif á sjálfsmynd hennar, er að hafa ekki getað séð sér og börnum sínum farboða á sómasamlegan hátt „þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína.“Sjá einnig: Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSUHefur 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði Jóhanna er ein fjölmargra sjúkraþjálfara sem hafa verið í verkfalli síðan 9. apríl ásamt öðrum aðildarfélögum BHM. Hún telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki fara með rétt mál þegar kemur að launakröfum aðildarfélaga BHM. Hún segist vera með rétt um 460 þúsund krónur á mánuði sem merki að hún hafi 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Ekki sér fyrir endann á verkfallinu. „Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna til dæmis á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu.“ Greinin hefur fengið mikla athygli en í morgun, degi eftir að hún birtist, var hún komin með 1,2 þúsund deilingar.Hagstjórnin ekki í lagi ef mannsæmandi laun ógna efnahagslegum stöðugleika „Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi.“ Að lokum hvetur hún alla til að standa saman. „Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi.“ Grein Jóhönnu má lesa í heild sinni hér. Verkfall 2016 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er,“ sagði Jóhanna Marín Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, í skoðanagrein á Vísi í gær. Hún segir menntun eiga stóran þátt í því að samfélagið okkar sé friðsælt og umburðarlynt. Jóhanna segir í greininni að hún ætli að ljóstra upp um hræðilegt leyndarmál eftir andvökunótt.Vill losna undan skömm sem ekki er hennar að bera „Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan.“ Hún öðlaðist þá kjark til þess að losa sig undan oki áratuga skammar yfir því sem hún átti enga sök á. Nú segist Jóhanna finna fyrir sömu löngunar til að létta af sér skömm sem hvílt hefur á henni í mörg ár. Skömm hennar, sem hefur bæði rænt hana friði og haft áhrif á sjálfsmynd hennar, er að hafa ekki getað séð sér og börnum sínum farboða á sómasamlegan hátt „þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína.“Sjá einnig: Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSUHefur 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði Jóhanna er ein fjölmargra sjúkraþjálfara sem hafa verið í verkfalli síðan 9. apríl ásamt öðrum aðildarfélögum BHM. Hún telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki fara með rétt mál þegar kemur að launakröfum aðildarfélaga BHM. Hún segist vera með rétt um 460 þúsund krónur á mánuði sem merki að hún hafi 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Ekki sér fyrir endann á verkfallinu. „Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna til dæmis á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu.“ Greinin hefur fengið mikla athygli en í morgun, degi eftir að hún birtist, var hún komin með 1,2 þúsund deilingar.Hagstjórnin ekki í lagi ef mannsæmandi laun ógna efnahagslegum stöðugleika „Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi.“ Að lokum hvetur hún alla til að standa saman. „Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi.“ Grein Jóhönnu má lesa í heild sinni hér.
Verkfall 2016 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira