Bíó og sjónvarp

Glæný og kraftmikil stikla úr Ant-Man

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Paul Rudd í búningi Mauramannsins
Paul Rudd í búningi Mauramannsins
Marvel-myndin Ant-Man verður frumsýnd þann 17. júlí næstkomandi. Myndin er síðasta myndin í öðrum hluta myndanna í Marvel heiminum en þriðji hlutinn hefst með nýrri Captain America mynd sem frumsýnd verður í haust.

Myndinni er leikstýrt af Peyton Reed og skartar meðal annars Paul Rudd, Evangeline Lilly, Hayley Atwell, Michael Douglas og Corey Stoll í helstu hlutverkum. Myndin er fyrsta myndin um Ant-Man.

Ýmsir hafa gert því í skóna að myndin hafi lítil áhrif á heildarmynd Marvel heimsins en leikstjórinn Reed blæs á allar slíkar vangaveltur. Í viðtali við Slashfilm segir hann að áhorfendur muni meðal annars komast að ýmsum hlutum um heiminn sem áður voru ekki augljósir.

Sýnishorn úr myndinni rataði á vefinn í dag og má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×