Leikstjóri Hrúta í skýjunum: „Hátíðin sem allir vilja komast á“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. apríl 2015 11:39 Grímur Hákonarson mynd/brynjar snær þrastarson „Þetta eru mikil gleðitíðindi, ég er hreinlega í skýjunum,“ segir leikstjórinn Grímur Hákonarson en kvikmynd hans, Hrútar, var valin til þátttöku á Cannes kvikmyndahátíðinni. Myndin tekur þátt í flokkinum Un Certain Regard en myndin er fjórða íslenska myndin sem tekur þátt í þeim flokki. „Þetta er stærsta kvikmyndahátíð í heimi. Það eru mörg þúsund myndir sem sækjast eftir því að komast á hana og að við séum valin inn í keppnina er gríðarlegur heiður fyrir okkur sem stöndum að myndinni og heiður fyrir íslenska kvikmyndagerð að eiga fulltrúa á þessari stóru hátíð,“ segir Grímur. Hann segir að það að aðstandendur myndarinnar hafi vonast eftir því að myndin yrði valin til þátttöku en alls ekki búist við því. Myndin hafi fengið ágætis móttökur erlendis frá hingað til og sénsinn hafi verið fyrir hendi. „Þetta þýðir að myndin er komin á heimskortið. Það skiptir ótrúlega miklu máli upp á dreifingu og sölumöguleika. Það hefur líka áhrif fyrir alla þá sem að myndinni koma upp á framtíðina að gera.“ Á Cannes-hátíðinni eru tveir flokkar fyrir myndir í fullri lengd, annars vera aðalflokkurinn þar sem keppt er um Gullpálmann og síðan Un Certain Regard. Síðarnefndi flokkurinn er hugsaður fyrir upprennandi leikstjóra og margir frægir leikstjórar hafa stigið sín fyrstu spor í þeim flokki. „Ætli maður neyðist ekki til að fá sér einhver föt fyrir rauða dregilinn. Það eru mjög strangar reglur þarna varðandi klæðaburð og ég hugsa að maður geti tæpast mætt í gallabuxum og lopapeysu,“ segir Grímur. Cannes-hátíðin fer fram 13.-24. maí næstkomandi og verður Hrútar heimsfrumsýnd á hátíðinni. Ekki er enn vitað hvenær myndin verður sýnd. Myndin fjallar um sauðfjárbændur sem elska kindurnar sínar en hún var að mestu leiti tekin upp í Bárðardal. „Við erum enn að vinna að því að klára myndina og nú verður allt sett á fullt í að klára það. Hún verður komin í stand fyrir hátíðina,“ segir Grímur að lokum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hrútar valin til þátttöku á Cannes-kvikmyndahátíðinni Mynd Gríms Hákonarsonar er fjórða íslenska myndin í fullri lengd sem valin er til þátttöku á hátíðinni. 16. apríl 2015 10:15 Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Þetta eru mikil gleðitíðindi, ég er hreinlega í skýjunum,“ segir leikstjórinn Grímur Hákonarson en kvikmynd hans, Hrútar, var valin til þátttöku á Cannes kvikmyndahátíðinni. Myndin tekur þátt í flokkinum Un Certain Regard en myndin er fjórða íslenska myndin sem tekur þátt í þeim flokki. „Þetta er stærsta kvikmyndahátíð í heimi. Það eru mörg þúsund myndir sem sækjast eftir því að komast á hana og að við séum valin inn í keppnina er gríðarlegur heiður fyrir okkur sem stöndum að myndinni og heiður fyrir íslenska kvikmyndagerð að eiga fulltrúa á þessari stóru hátíð,“ segir Grímur. Hann segir að það að aðstandendur myndarinnar hafi vonast eftir því að myndin yrði valin til þátttöku en alls ekki búist við því. Myndin hafi fengið ágætis móttökur erlendis frá hingað til og sénsinn hafi verið fyrir hendi. „Þetta þýðir að myndin er komin á heimskortið. Það skiptir ótrúlega miklu máli upp á dreifingu og sölumöguleika. Það hefur líka áhrif fyrir alla þá sem að myndinni koma upp á framtíðina að gera.“ Á Cannes-hátíðinni eru tveir flokkar fyrir myndir í fullri lengd, annars vera aðalflokkurinn þar sem keppt er um Gullpálmann og síðan Un Certain Regard. Síðarnefndi flokkurinn er hugsaður fyrir upprennandi leikstjóra og margir frægir leikstjórar hafa stigið sín fyrstu spor í þeim flokki. „Ætli maður neyðist ekki til að fá sér einhver föt fyrir rauða dregilinn. Það eru mjög strangar reglur þarna varðandi klæðaburð og ég hugsa að maður geti tæpast mætt í gallabuxum og lopapeysu,“ segir Grímur. Cannes-hátíðin fer fram 13.-24. maí næstkomandi og verður Hrútar heimsfrumsýnd á hátíðinni. Ekki er enn vitað hvenær myndin verður sýnd. Myndin fjallar um sauðfjárbændur sem elska kindurnar sínar en hún var að mestu leiti tekin upp í Bárðardal. „Við erum enn að vinna að því að klára myndina og nú verður allt sett á fullt í að klára það. Hún verður komin í stand fyrir hátíðina,“ segir Grímur að lokum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hrútar valin til þátttöku á Cannes-kvikmyndahátíðinni Mynd Gríms Hákonarsonar er fjórða íslenska myndin í fullri lengd sem valin er til þátttöku á hátíðinni. 16. apríl 2015 10:15 Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hrútar valin til þátttöku á Cannes-kvikmyndahátíðinni Mynd Gríms Hákonarsonar er fjórða íslenska myndin í fullri lengd sem valin er til þátttöku á hátíðinni. 16. apríl 2015 10:15