Fótbolti

Fá vonandi að mæta bikarmeisturunum á heimavelli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Páll Kristjánsson er annar þjálfara KV.
Páll Kristjánsson er annar þjálfara KV. vísir/dANÍEL
„Við gátum alveg verið heppnari með mótherja en við gátum líka verið óheppnari. Við fáum heimaleik gegn skemmtilegu liði sem við þekkjum vel, bæði leikmenn og þjálfara. Þegar komið er í sextán liða úrslitin eru flest af bestu liðum landsins í pottinum og enginn auðveldur mótherji,“ sagði Páll Kristjánsson, þjálfari KV, eftir að dregið var í Borgunarbikarnum í gær.

KV mætir bikarmeisturum Fram í 16 liða úrslitunum og vonast Páll til þess að leikurinn geti fari fram á heimavelli KV.

„Mér skilst að það séu aðrar reglur í bikarnum og vonandi fáum við að spila á heimavellinum okkar. Annars erum við tilbúnir að ræða það að spila hér á Laugardalsvellinum.“

KV hefur aldrei komist í sextán liða úrslitin áður en liðið er á sínu fyrsta ári í fyrstu deildinni.

„Við erum búnir að vinna tvo leiki í sumar, báða í bikarnum og eitt jafntefli í deildinni. Við eigum erfiðan leik á morgun í deildinni en þessi bikarkeppni hefur gert mikið fyrir andann í hópnum,“ sagði Páll að lokum.


Tengdar fréttir

Valsmenn til Eyja

Valur mætir ÍBV í einum af nokkrum leikjum sem fara fram milli liða í Pepsi deildinni í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×