Fótbolti

Þjóðsöngurinn sem þjóðin missti af | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þeir sem horfðu á leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM 2016 í fótbolta á sunnudagskvöldið fengu ekki að sjá þjóðsöngvana landanna sungna.

RÚV, sem sýndi leikinn í beinni útsendingu, kom of seint inn eftir auglýsingar og rétt náði síðustu línunni í þjóðsöng Tékklands.

„Ég vil byrja á því að biðjast innilegrar afsökunar á því að auglýsingar hafi verið í gangi á meðan íslenski þjóðsöngurinn var spilaður. Ég veit hreinlega ekki af hverju það var,“ sagði Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV, sem lýsti leiknum beint frá Plzen.

„Það var algjörlega mögnuð stund og íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra. Stúlknakór söng íslenska þjóðsönginn með glæsibrag,“ sagði Haukur.

Í spilaranum hér að ofan má sjá tékkneska stúlknakórinn syngja íslenska þjóðsönginn og íslenska áhorfendur taka vel undir.

Eins og allir vita fór leikurinn ekki vel, en íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum í undankeppninni. Það er engu að síður í öðru sæti riðilsins með níu stig eftir fjóra leiki.


Tengdar fréttir

Cech: Ég gerði mistök í markinu

Markvörður Tékklands segir íslenska liðið hafa verið erfitt að brjóta á bak aftur og er hæstánægður með sigurinn.

Þjóðin svekkt en stolt af strákunum

Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi.

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi

Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.

Bað Gumma Ben um að halda kjafti

Guðmundur Benediktsson lýsti leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM í gærkvöldi. Heimamenn unnu 2-1 en sigurmarkið var sjálfsmark Hannesar Þórs Halldórssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×