Sport

Öruggur sigur Hilmars

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmar Örn Jónsson kastaði sleggjunni 68,58 metra í dag.
Hilmar Örn Jónsson kastaði sleggjunni 68,58 metra í dag. Hilmar Björnsson
Keppni er lokið í sleggjukasti og 100m og 110m grindahlaupi á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.

Sex keppendur tóku þátt í karlaflokki. ÍR-ingurinn Hilmar Örn Jónsson, ÍR, varð hlutskarpastur en yfirburðir hans voru þó nokkrir. Hilmar kastaði sleggjunni lengst 68,58 metra, en hann hlaut alls 1009 stig. Næstir komu þeir JónBjarni Bragason, Breiðabliki, með 695 stig og Dagur Fannar Magnússon úr Ármanni með 686 stig.

Vigdís Jónsdóttir, FH, hrósaði sigri í kvennaflokki með 815 stig, en besta kast hennar var 52,70 metrar. María Ósk Felixsdóttir, ÍR, hafnaði í öðru sæti með 725 stig og Aðalheiður María Vigfúsdóttir, Breiðabliki, í því þriðja með 678 stig.

ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson kom fyrstur í mark í 110m grindahlaupi á 14,51 sekúndum. Guðmundur Heiðar Guðmundsson, FH, og Helgi Björnsson, ÍR, komu næstir á 15,60 og 15,65 sekúndum.

Kristín Birna Ólafsdóttir úr ÍR vann sigur í 100m grindahlaupi en hún kom í mark á 14,05 sekúndum. FH-ingurinn Sveinbjörg Zophoníasdóttir hafnaði í öðru sæti (14,24) og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, UMSS, í því þriðja en hún kom í mark á 15,66 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×