Siggi hakkari talar um barnæskuna: "Sakna þess að finnast ég venjulegur“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. júlí 2014 17:01 Sigurður Þórðarson. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég sakna þess að finnast ég venjulegur, að eiga eðlilegt líf. Að hafa áhyggjur af hlutum sem annað ungt fólk hefur áhyggjur af,“ segir Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari í viðtali við danska miðilinn Politiken. Í viðtalinu lítur Sigurður um öxl og útskýrir hvernig hann komst í tengsl við Wikileaks og FBI. Hann rifjar upp hvernig hann var sem barn og segir frá því þegar hann byrjaði að leika sér í tölvum. „Þegar ég var sautján eða átján ára hafði ég áhyggjur af því að FBI væri að fylgjast með mér. Ef venjulegur unglingur hefði þessar hugmyndir væri væntanlega talið að hann þjáðist af vænissýki. En í mínu tilfelli voru áhyggjurnar byggðar á staðreyndum.“ Átti erfitt með samskipti við jafnaldra Í viðtalinu segir Sigurður frá því að hann hafi verið einfari. Hann hafi átt erfitt með samskipti við jafnaldra sína. En þegar hann komst í tölvur fann hann sig vel; þar fékk hann útrás og gat sýnt hæfileika sína. Hann byrjaði að „hakka“ þegar hann var tólf ára gamall og tveimur árum seinna var hann kominn með starf hjá Milestone, við að eyða viðkvæmum gögnum úr tölvum. Þar byrjaði Sigurður að afrita skjöl og segist hafa farið með þau heim til sín þar sem hann kynnti sér þau ítarlega. Á þeim tíma var Sigurður fimmtán og sextán ára gamall og ákvað að skjölin ættu erindi við almenning. Tengslin við WikiLeaks Sigurður segir frá tengslunum við WikiLeaks og FBI í viðtalinu. Hann segist hafa verið í fylgdarliði Julian Assange. „Ég ferðaðist um heiminn til að fá nýja sjálfboðaliða til liðs við okkur,“ útskýrir hann. Í frétt Politiken er einnig vitnað í Kristinn Hrafnsson sem segir að Sigurður hafi aldrei spilað stórt hlutverk innan WikiLeaks og kallar hann „sjúkan lygara“. Einnig er vitnað í danskan vin Sigurðar, Dan Sommer, sem staðfestir að þeir félagar hafi ferðast fyrir hönd WikiLeaks til Búdapest og París. Fundirnir með FBI Þann 23. ágúst 2011 hafði Sigurður svo samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi og bað um fund. Fundarefnið var WikiLeaks og Julian Assange. Þannig komst hann í tengsl við FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna. Íslensk yfirvöld voru látin vita af fundunum með Sigurði, en fengu ekki að vita að fundirnir snerust um WikiLeaks. Þegar það kom í ljós voru útsendarar FBI beðnir að yfirgefa landið og voru nýir fundir skipulagðir í Danmörku. Þar lét Sigurður útsendara FBI fá harða diska með upplýsingum. Hann segir einnig frá því þegar hann fór til Bandaríkjanna og ræddi við útsendara frá ýmsum stofnunum á borð við CIA og NSA. Hugsar um hvað hann hefur gertÍ fréttinni kemur fram að Sigurður afpláni nú átta mánaða dóm fyrir að hafa greitt 17 ára dreng fyrir kynlíf. „Ég ætti að ljúka afplánun 2. nóvember. En ég fer ekki út þá. Ég fæ lengri dóm því það hafa komið upp fleiri mál gegn mér,“ útskýrir hann. Um er að ræða ýmiskonar svik. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég hugsa mikið um hvað ég hef gert undanfarin ár,“ segir hann í símaviðtali frá Hegningarhúsinu. Mál Sigga hakkara Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég sakna þess að finnast ég venjulegur, að eiga eðlilegt líf. Að hafa áhyggjur af hlutum sem annað ungt fólk hefur áhyggjur af,“ segir Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari í viðtali við danska miðilinn Politiken. Í viðtalinu lítur Sigurður um öxl og útskýrir hvernig hann komst í tengsl við Wikileaks og FBI. Hann rifjar upp hvernig hann var sem barn og segir frá því þegar hann byrjaði að leika sér í tölvum. „Þegar ég var sautján eða átján ára hafði ég áhyggjur af því að FBI væri að fylgjast með mér. Ef venjulegur unglingur hefði þessar hugmyndir væri væntanlega talið að hann þjáðist af vænissýki. En í mínu tilfelli voru áhyggjurnar byggðar á staðreyndum.“ Átti erfitt með samskipti við jafnaldra Í viðtalinu segir Sigurður frá því að hann hafi verið einfari. Hann hafi átt erfitt með samskipti við jafnaldra sína. En þegar hann komst í tölvur fann hann sig vel; þar fékk hann útrás og gat sýnt hæfileika sína. Hann byrjaði að „hakka“ þegar hann var tólf ára gamall og tveimur árum seinna var hann kominn með starf hjá Milestone, við að eyða viðkvæmum gögnum úr tölvum. Þar byrjaði Sigurður að afrita skjöl og segist hafa farið með þau heim til sín þar sem hann kynnti sér þau ítarlega. Á þeim tíma var Sigurður fimmtán og sextán ára gamall og ákvað að skjölin ættu erindi við almenning. Tengslin við WikiLeaks Sigurður segir frá tengslunum við WikiLeaks og FBI í viðtalinu. Hann segist hafa verið í fylgdarliði Julian Assange. „Ég ferðaðist um heiminn til að fá nýja sjálfboðaliða til liðs við okkur,“ útskýrir hann. Í frétt Politiken er einnig vitnað í Kristinn Hrafnsson sem segir að Sigurður hafi aldrei spilað stórt hlutverk innan WikiLeaks og kallar hann „sjúkan lygara“. Einnig er vitnað í danskan vin Sigurðar, Dan Sommer, sem staðfestir að þeir félagar hafi ferðast fyrir hönd WikiLeaks til Búdapest og París. Fundirnir með FBI Þann 23. ágúst 2011 hafði Sigurður svo samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi og bað um fund. Fundarefnið var WikiLeaks og Julian Assange. Þannig komst hann í tengsl við FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna. Íslensk yfirvöld voru látin vita af fundunum með Sigurði, en fengu ekki að vita að fundirnir snerust um WikiLeaks. Þegar það kom í ljós voru útsendarar FBI beðnir að yfirgefa landið og voru nýir fundir skipulagðir í Danmörku. Þar lét Sigurður útsendara FBI fá harða diska með upplýsingum. Hann segir einnig frá því þegar hann fór til Bandaríkjanna og ræddi við útsendara frá ýmsum stofnunum á borð við CIA og NSA. Hugsar um hvað hann hefur gertÍ fréttinni kemur fram að Sigurður afpláni nú átta mánaða dóm fyrir að hafa greitt 17 ára dreng fyrir kynlíf. „Ég ætti að ljúka afplánun 2. nóvember. En ég fer ekki út þá. Ég fæ lengri dóm því það hafa komið upp fleiri mál gegn mér,“ útskýrir hann. Um er að ræða ýmiskonar svik. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég hugsa mikið um hvað ég hef gert undanfarin ár,“ segir hann í símaviðtali frá Hegningarhúsinu.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira