Sport

Ótrúleg endurkoma Kanada tryggði gullið | Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kanada vann sinn fjórða Ólympíumeistaratitil í röð í íshokkí kvenna í kvöld eftir ótrúlegan sigur á Bandaríkjunum í úrslitaleik.

Bandaríkin komst 2-0 yfir í leiknum en Kanada jafnaði metin með því að skora tvívegis á síðustu fjórum mínútum leiksins. Jöfnunarmarkið skoraði Marie-Philip Poulin þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum.

Poulin var svo aftur á ferðinni í framlengingunni og skoraði sigurmark Kanada eftir laglega sókn eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Bandaríkin tapaði einnig fyrir Kanada í úrslitaleiknum á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum síðan.

Megan Duggan og Alex Carpenter skoruðu mörk Bandaríkjanna en Brianna Jenner minnkaði muninn fyrir Kanada áður en Poulin tók til sinna mála.

Fyrr í dag vann Sviss góðan sigur á Svíþjóð, 4-3, í bronsleiknum. Mörkin úr þeim leik má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×