„Maður gerir engum greiða með því að vera að ljúga“ 28. febrúar 2014 13:15 Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Mynd/Stefán Þórunn Antonía Magnúsdóttir er einn af fjórum dómurum í stærstu hæfileikakeppni sem haldin hefur verið á Íslandi, Ísland Got Talent. Hún segir dómarastarfið skemmtilegt en keppnin sé alls ekkert grín. Hafi fólk búist við því að hún færi mýkri höndum um keppendur en aðrir, sé það misskilningur. „Ég vil engum illt en ég væri að gera viðkomandi bjarnargreiða með því að upphefja einhverja hæfileika sem ekki eru til staðar. Þetta er stór keppni og ég tek dómarastarfið alvarlega. Maður gerir engum greiða með því að vera að ljúga einhverju.“Dáist að keppendumÞórunn Antonía hefur starfað sem tónlistarmaður frá unga aldri bæði hér á landi og erlendis, en Þórunn hafði plötusamning við útgáfurisana BMG og Atlantic Records. Hún er einnig áhorfendum Stöðvar 2 að góðu kunn en auk þess að dæma Ísland Got Talent heldur hún utan um Íslenska listann og var annar stjórnenda þáttanna Týndu kynslóðarinnar. Hún segist bera mikla virðingu fyrir þeim sem taka þátt í svona keppni og henni kom á óvart hversu mikinn fjölda hæfi leikaríks fólks var að finna um allt land. „Það er frábært að sjá allan þennan fjölbreytileika. Það er svo misjafnt hvar styrkur fólks liggur. Ég er til dæmis hræðileg í stærðfræði en mér finnst minnsta mál að standa uppi á sviði og syngja. Svo fæ ég kvíðakast ef ég þarf að fara í bankann eða á pósthúsið,“ segir Þórunn og hlær. „Ég tek ofan fyrir öllum sem koma þarna fram því það er ekkert lítið að standa fyrir framan dómara. Ég dáist að öllu þessu fólki.“„Ég myndi aldrei þræða netið í leit að kommentum um mig,“ segir Þórunn.Mynd/StefánKippir sér ekki upp við gagnrýni„Fólkið sem skráir sig í svona keppni veit auðvitað hvað það er að fara út í. Það verður að geta tekið þeirri gagnrýni sem það fær,“ segir Þórunn, þegar hún er spurð hvort hún verði vör við gagnrýni á störf hennar sem dómara í keppninni. „Auðvitað sitja áhorfendur síðan heima í stofu og dæma okkur dómarana líka en það er bara hluti af þessu. Ég horfi ekki mikið á sjálfa mig í sjónvarpi og gleymi því bara að fólk viti hver ég er. Litli bróðir minn sendi mér einu sinni einhver komment um mig sem honum fannst fyndin, en ég pæli ekkert í þessu. Ég myndi aldrei þræða netið í leit að kommentum um mig. Fyndnast er þegar fólk er búið að mála einhverja mynd af manni í huganum og segir svo: „Vá, ég hélt að þú værir allt öðruvísi,“ þegar það hittir mann. Það er bara partur af starfinu.“Hiti í dómurunum „Við höfum mjög ólíkar skoðanir – ekki spurning – og bak við tjöldin verða oft heitar samræður milli okkar. Ekkert okkar var að stíga sín fyrstu skref í gær í því sem við fáumst við og við vitum hvað bíður þeirra sem vinna keppnina. Það hefur alveg komið fyrir að ég hef verið ósammála öllum hinum dómurunum og ég ligg ekkert á því. Þau ekki heldur. Við getum ekki gefið stig eftir fyrirfram ákveðnum stöðlum, eins og í fi mleikakeppni, heldur er þetta okkar huglæga mat. Það þarf líka að meta hvaða atriði geta vaxið áfram. Á keppandinn meira inni, eða var þetta bara tilfallandi heppni? Við vorum jafn stressuð og keppendurnir fyrsta kvöldið og vissum ekkert á hverju við áttum von. Við smellum samt ótrúlega vel saman og förum yfi rleitt sátt að sofa. Ef ekki þá klárum við málin bara þegar við mætum aftur að morgni,“ segir hún sposk. Börnin með meira jafnaðargeð„Auðvitað vill maður aldrei særa neinn og það getur verið stressandi að dæma þar sem tilfi nningar fólks eru með í spilinu. Sérstaklega er maður stressaður þegar um tilfinningar barna er að ræða. Það er mjög vandmeðfarið en við verðum að treysta því að búið sé að undirbúa þau vel. Annars eru það yfi rleitt börnin sem taka því best þegar þau fá nei. Það er eins og þau skilji betur en fullorðnir að í keppni geta ekki allir verið bestir. Þeir eldri fl ækja þetta meira, ásaka okkur í dómefndinni og þar fram eftir götunum,“ segir Þórunn. En myndi hún setjast aftur í dómarasæti í svona tilfinningahlaðinni keppni? „Já, ekki spurning, í þessum félagsskap. Mér finnst líka svo skemmtilegt að vita aldrei á hverju ég á von frá keppendum. Ef það væri augljóst frá byrjun hver er að fara að vinna þessa keppni væri þetta ekkert gaman. Ég get alveg viðurkennt að ég hef ekki hugmynd um hver mun standa uppi sem sigurvegari!" Ísland Got Talent Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Þórunn Antonía Magnúsdóttir er einn af fjórum dómurum í stærstu hæfileikakeppni sem haldin hefur verið á Íslandi, Ísland Got Talent. Hún segir dómarastarfið skemmtilegt en keppnin sé alls ekkert grín. Hafi fólk búist við því að hún færi mýkri höndum um keppendur en aðrir, sé það misskilningur. „Ég vil engum illt en ég væri að gera viðkomandi bjarnargreiða með því að upphefja einhverja hæfileika sem ekki eru til staðar. Þetta er stór keppni og ég tek dómarastarfið alvarlega. Maður gerir engum greiða með því að vera að ljúga einhverju.“Dáist að keppendumÞórunn Antonía hefur starfað sem tónlistarmaður frá unga aldri bæði hér á landi og erlendis, en Þórunn hafði plötusamning við útgáfurisana BMG og Atlantic Records. Hún er einnig áhorfendum Stöðvar 2 að góðu kunn en auk þess að dæma Ísland Got Talent heldur hún utan um Íslenska listann og var annar stjórnenda þáttanna Týndu kynslóðarinnar. Hún segist bera mikla virðingu fyrir þeim sem taka þátt í svona keppni og henni kom á óvart hversu mikinn fjölda hæfi leikaríks fólks var að finna um allt land. „Það er frábært að sjá allan þennan fjölbreytileika. Það er svo misjafnt hvar styrkur fólks liggur. Ég er til dæmis hræðileg í stærðfræði en mér finnst minnsta mál að standa uppi á sviði og syngja. Svo fæ ég kvíðakast ef ég þarf að fara í bankann eða á pósthúsið,“ segir Þórunn og hlær. „Ég tek ofan fyrir öllum sem koma þarna fram því það er ekkert lítið að standa fyrir framan dómara. Ég dáist að öllu þessu fólki.“„Ég myndi aldrei þræða netið í leit að kommentum um mig,“ segir Þórunn.Mynd/StefánKippir sér ekki upp við gagnrýni„Fólkið sem skráir sig í svona keppni veit auðvitað hvað það er að fara út í. Það verður að geta tekið þeirri gagnrýni sem það fær,“ segir Þórunn, þegar hún er spurð hvort hún verði vör við gagnrýni á störf hennar sem dómara í keppninni. „Auðvitað sitja áhorfendur síðan heima í stofu og dæma okkur dómarana líka en það er bara hluti af þessu. Ég horfi ekki mikið á sjálfa mig í sjónvarpi og gleymi því bara að fólk viti hver ég er. Litli bróðir minn sendi mér einu sinni einhver komment um mig sem honum fannst fyndin, en ég pæli ekkert í þessu. Ég myndi aldrei þræða netið í leit að kommentum um mig. Fyndnast er þegar fólk er búið að mála einhverja mynd af manni í huganum og segir svo: „Vá, ég hélt að þú værir allt öðruvísi,“ þegar það hittir mann. Það er bara partur af starfinu.“Hiti í dómurunum „Við höfum mjög ólíkar skoðanir – ekki spurning – og bak við tjöldin verða oft heitar samræður milli okkar. Ekkert okkar var að stíga sín fyrstu skref í gær í því sem við fáumst við og við vitum hvað bíður þeirra sem vinna keppnina. Það hefur alveg komið fyrir að ég hef verið ósammála öllum hinum dómurunum og ég ligg ekkert á því. Þau ekki heldur. Við getum ekki gefið stig eftir fyrirfram ákveðnum stöðlum, eins og í fi mleikakeppni, heldur er þetta okkar huglæga mat. Það þarf líka að meta hvaða atriði geta vaxið áfram. Á keppandinn meira inni, eða var þetta bara tilfallandi heppni? Við vorum jafn stressuð og keppendurnir fyrsta kvöldið og vissum ekkert á hverju við áttum von. Við smellum samt ótrúlega vel saman og förum yfi rleitt sátt að sofa. Ef ekki þá klárum við málin bara þegar við mætum aftur að morgni,“ segir hún sposk. Börnin með meira jafnaðargeð„Auðvitað vill maður aldrei særa neinn og það getur verið stressandi að dæma þar sem tilfi nningar fólks eru með í spilinu. Sérstaklega er maður stressaður þegar um tilfinningar barna er að ræða. Það er mjög vandmeðfarið en við verðum að treysta því að búið sé að undirbúa þau vel. Annars eru það yfi rleitt börnin sem taka því best þegar þau fá nei. Það er eins og þau skilji betur en fullorðnir að í keppni geta ekki allir verið bestir. Þeir eldri fl ækja þetta meira, ásaka okkur í dómefndinni og þar fram eftir götunum,“ segir Þórunn. En myndi hún setjast aftur í dómarasæti í svona tilfinningahlaðinni keppni? „Já, ekki spurning, í þessum félagsskap. Mér finnst líka svo skemmtilegt að vita aldrei á hverju ég á von frá keppendum. Ef það væri augljóst frá byrjun hver er að fara að vinna þessa keppni væri þetta ekkert gaman. Ég get alveg viðurkennt að ég hef ekki hugmynd um hver mun standa uppi sem sigurvegari!"
Ísland Got Talent Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira