Sport

Kim í forystu eftir skylduæfingarnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Yuna Kim frá Suður-Kóreu fékk hæstu einkunn allra keppenda í listhlaupi kvenna á skautum eftir skylduæfingar kvöldsins.

Kim er ríkjandi Ólympíumeistari í greininni og fékk 74,92 stig fyrir æfingar sínar sem þóttu heppnast afar vel.

Önnur varð Adelina Sotnikova frá Rússlandi með 74,64 stig og þriðja Carolina Kostner frá Ítalíu með 74,12 stig. Kostner varð heimsmeistari árið 2012.

Hin fimmtán ára Yulia Lipnitskaya frá Rússlandi datt í sinni æfingu og endaði í fimmta sæti. Hún var í sigurliði Rússa í liðakeppninni.

Mao Asada frá Japan, sem vann silfur fyrir fjórum árum síðan, datt einnig og hafnaði í sextánda sæti. Fyrirfram var búist við einvígi Kim og Asada um gullið.

Úrslitin ráðast í frjálsu æfingunum á morgun. Útsending á Stöð 2 Sport og hér á Vísi hefst klukkan 15.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×