Bíó og sjónvarp

Verðlaunabók á hvíta tjaldið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kvikmyndin The Book Thief er frumsýnd í dag í Háskólabíói og Borgarbíói akureyri. Myndin er gerð eftir samnefndri verðlaunabók ástralska höfundarins Markus Zusak

Bókin, sem ætti að vera landsmönnum kunn undir titlinum Bókaþjófurinn, sat samfleytt í 240 vikur á New York Times metsölulistanum og því óhætt að fullyrða að um vandaða sögu sé að ræða. 

Kvikmyndin gerist í Þýskalandi mitt í hryllingi síðari heimsstyrjaldarinnar. Ung stúlka að nafni Lisel er send í fóstur því móðir hennar getur ekki séð henni farborða. Þjökuð af söknuði og sorg byrjar Lisel að lesa, fyrir sjálfa sig og aðra sem eiga um sárt að binda á meðan dauðinn vofir yfir. 

Sophie Nélisse hefur verið lofuð fyrir hlutverk sitt sem Lisel, en auk hennar eru stórleikararnir Geoffrey Rush og Emily Watson í aðalhlutverkum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×