Sport

Keppinautur Anítu bætti 32 ára gamalt heimsmet

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mary Cain fagnar því síðasta sumar að hafa hlaupið 800 metrana á undir tveimur mínútum, fyrst bandarískra kvenna á menntaskólaaldri.
Mary Cain fagnar því síðasta sumar að hafa hlaupið 800 metrana á undir tveimur mínútum, fyrst bandarískra kvenna á menntaskólaaldri. Vísir/AFP
Ungstirnið Mary Cain frá Bandaríkjunum bætti í gærkvöldi heimsmetið í ungmennaflokki í 1000 metra hlaupi á móti í Boston. Fjallað er um hlaupið á heimasíðu Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF.

Cain, sem verður átján ára á árinu líkt og Aníta, er talin líkleg til afreka á HM 19 ára og yngri í Eugene í Oregon í júlí. Hún kom í mark á tímanum 2:39,25 mínútum og bætti met löndu sinnar Díönu Richburg um tæpa sekúndu. Metið var sett árið 1982.

Cain keppir við Anítu Hinriksdóttur og Ajee Wilson í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York um miðjan febrúar. Greinin er einn af hápunktum stórmótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×