Lífið

Ljósmyndari varð fyrir bíl Biebers

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lil Twist (t.v.) og Justin Bieber fóru á uppistandsklúbbinn The Laugh Factory í gær.
Lil Twist (t.v.) og Justin Bieber fóru á uppistandsklúbbinn The Laugh Factory í gær.
Kanadíski söngvarinn Justin Bieber er ansi duglegur að koma sér í vandræði, og ekki síst vegna aksturslagsins.

Í gærkvöldi var hann sakaður um að aka Ferrari-bifreið sinni á ljósmyndara og flýja síðan af vettvangi, en atvikið átti sér stað fyrir utan uppistandsklúbbinn The Laugh Factory.

Þar var Bieber ásamt vini sínum, rapparanum Lil Twist, rétt fyrir miðnætti, og óku þeir félagar á brott með ljósmyndaraskarann á eftir sér.

Ljósmyndarinn sem um ræðir er sagður hafa klemmst á milli Ferrari-bílsins og kyrrstæðrar bifreiðar fyrir framan klúbbinn.

Lögregla var kölluð til og ljósmyndarinn fluttur á spítala til aðhlynningar, en hann slasaðist ekki alvarlega.

Talsmaður lögreglu segir þó að Bieber sé ekki grunaður um græsku og flest bendi til þess að hann hafi ekki orðið var við það þegar ljósmyndarinn varð fyrir bílnum.

Söngvarinn var nýlega til rannsóknar vegna gruns um gáleysisakstur, en niðurstöðu er að vænta í málinu á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×