Sport

Báðar keyrðar í burtu í hjólastól

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Franska tenniskonan Alize Cornet vann þá bandarísku Lauren Davis á Opna Sony tennismótinu í Miami í nótt sem vakti kannski ekki sérstaka eftirtekt nema fyrir það að báðar þurftu hjólastól til að yfirgefa völlinn.

Alize Cornet vann Lauren Davis 2-6, 6-3 og 6-2 en leikurinn tók tvo tíma og 23 mínútur. Lauren Davis byrjaði mjög vel en hafði síðan ekki kraft í að landa sigrinum.

Það var ekki aðeins lengd leiksins sem olli því að þær voru báðar illa fyrir kallaðar eftir leikinn því hitinn hafði stór áhrif. Alize Cornet fékk hitaslag en Lauren Davis var algjörlega örmagna.

Alize Cornet er því komin í átta manna úrslit á mótinu ásamt þeim Sara Errani (Ítalía), Ana Ivanovic (Serbía), Roberta Vinci (Ítalía), Maria Sharapova (Rússland), Klara Zakopalova (Tékkland), Sorana Cirstea (Rúmenía) og Jelena Jankovic (Serbía).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×