Lífið

Fólk hræðist frægð mína

Tónlistarmaðurinn ungi Justin Bieber er orðinn dauðþreyttur á að talað sé illa um hann í fjölmiðlum. Hann ákvað að skrifa langa færslu á Instagram í gær til að verja sig og lækka rostann í þeim sem illa er við hann.

"Allir í teyminu mínu eru alltaf að segja við mig að ég þurfi að halda fjölmiðlum góðum en ég er þreyttur á öllum lygunum í fjölmiðlum akkúrat núna. Þar er verið að segja að ég sé á leiðinni í meðferð og að ég hafi valdið fjölskyldu minni vonbrigðum. Fjölskylda mín gæti ekki verið stoltari af mér. Fólk er bara heimskt ef það heldur að ég þurfi að fara í meðferð," skrifar Justin.

Þreyttur á lygunum.
Poppprinsinn Justin gefur það í skyn að fólk öfundi hann.

Gleymdi að gyrða sig á tónleikum um daginn.
"Ég er nítján ára og á fimm plötur sem hafa ratað í fyrsta sæti. Nítján ára og ég hef séð heiminn. Nítján ára og ég hef áorkað fleiru en mig dreymdi um. Ég er nítján ára og það hlýtur að hræða suma að þetta sé bara byrjunin. Það skiptir mig ekki máli að þið trúið ekki á mig því ég trúi á mig og sjáið hve langt ég hef náð á því."

Ekki kátur þessa dagana.
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×