Sport

Hvað er í gangi hjá Wozniacki? - datt út í 1. umferð á opna bandaríska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caroline Wozniacki.
Caroline Wozniacki. Mynd/AFP
Það gengur ekkert upp hjá dönsku tennisstjörnunni Caroline Wozniacki sem byrjaði árið í efsta sæti heimslistans en hefur hrunið niður listann í ár. Ekki lagaðist staða hennar eftir að hún féll mjög óvænt út í 1. umferð á opna bandaríska meistaramótinu í tennis.

Caroline Wozniacki er sem stendur í áttunda sæti heimslistans en hún tapaði í tveimur settum fyrir rúmensku tenniskonunni Irina-Camelia Begu sem er aðeins í 96. sæti á heimslistanum. Irina-Camelia Begu vann settin 6-2 og 6-2.

Það leyndi sér ekki að Wozniacki var reyndar meidd á hné og gat því ekki beitt sér að fullu. Irina-Camelia Begu mætir spænsku stelpunni Silvia Soler-Espinosa í 2. umferð en sú spænska er í 58. sæti á heimslistanum.

Wozniacki var í 67 vikur í efsta sæti heimslistans en tókst samt ekki að vinna risamót á þeim tíma. Hún byrjaði árið með því að komast í átta liða úrslitin á opna ástralska en hefur síðan tapað í 3. umferð á opna franska og nú í 1. umferð á bæði Wimbledon-mótinu og opna bandaríska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×