Viðskipti erlent

LVMH vill kaupa Aurum af skilanefnd Landsbankans

Fjárfestingafélag lúxusvörurisans LVMH hefur áhuga á því að gera tilboð í skartgripa- og úraverslanirnar Goldsmiths, Mappin & Webb og Watches of Switzerland.

Skilanefnd Landsbankans heldur á 67% hlut í þessum verslunum í gegnum félagið Aurum sem áður var í eigu Baugs.

Aurum var sett í sölu í fyrra en skilanefndin vill fá 200 milljónir punda fyrir félagið eða tæplega 39 milljarða króna.

LVMH er stærsti framleiðandi heimsins á lúxusvörur en skammstöfunin stendur fyrir Louis Vuitton Moët Hennessy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×