Viðskipti erlent

Hagfræðiprófessor segir leiknum lokið fyrir Grikkland

Steve Hanke hagfræðiprófessor við John Hopkins háskólann segir að leiknum sé lokið fyrir Grikkland. Engu máli skiptir þótt Grikkir fái þá aðstoð sem er í boði.

Þetta kom fram í máli Hanke á ráðstefnu um skuldakreppu þjóða í New York en hún var haldin á vegum Bloomberg fréttaveitunnar. Hanke segir að leiknum sé lokið fyrir Grikki og að hagkerfi landsins muni hrynja til grunna í takt við sífellt vaxandi samdrátt í landsframleiðslu þess.

Grikkland á í samningaviðræðum við kröfuhafa sína um að minnka opinberar skuldir landsins niður í 120% af landsframleiðslunni árið 2020. Það er engan veginn nóg að mati Hanke.

Hagfræðiprófessorinn segir að allir útreikningar um skuldir Grikklands hafi verið rangir frá upphafi. Peningamagn í umferð í Grikklandi hafi minnkað um 16% á hverju ári undanfarin ár og það þýðir að ekki sé til staðar nægilegur vöxtur í landinu til að standa undir afborgunum af skuldum þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×