Viðskipti erlent

Fyrirsæta orðin milljarðamæringur í dollurum

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen er fyrsta fyrirsætan í heiminum sem nær þeim árangri að verða milljarðamæringur í dollurum talið.

Ríkidæmi Bundchen byggir meðal annars á því að hún framleiðir sína eigin undirfatalínu sem seld er í gegnum tískuhúsið Hope.

Á síðasta ári nam veltan af sölu undirfatanna um 5 milljörðum króna en mest selst af þeim í Suður Ameríku, Japan og Ísrael.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×