Viðskipti erlent

Alcoa hagnaðist um 76 milljarða í fyrra

Þrátt fyrir töluvert tap á fjórða ársfjórðungi í fyrra varð góður hagnaður á árinu í heild hjá álrisanum Alcoa móðurfélagi Fjarðaráls. Hagnaður ársins nam 614 milljónum dollara eða um 76 milljarðar króna sem er tvöfalt betri árangur en árið 2010.

Þrátt fyrir að tap upp á 193 milljónir dollara hafi orðið á fjórða ársfjórðungi ársins eru forráðamenn Alcoa bjartsýnir á útlitið í ár. Þeir reikna með að eftirspurn eftir áli muni aukast um 10% í flugvélaiðnaðinum og á bilinu 3% til 8% í bílaiðnaðinum.

Klaus Kleinfeld forstjóri Alcoa segir framtíðina í áliðnaðinum bjarta og hann reiknar með stöðugri aukningu í eftirspurn eftir áli fram til ársins 2020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×