Viðskipti erlent

IKEA stöðvaði sölu á kjötbollum í ESB löndum

Verslunarkeðjan IKEA stöðvaði söluna á vinsælum kjötbollum sínum í öllum löndum Evrópusambandsins í síðasta mánuði.

Þetta var gert eftir að í ljós koma að í bollunum var sojaprótein sem getur valdið ofnæmi hjá fólki. Próteinið fannst við skoðun á kjötbollunum í vöruhúsi IKEA í Tékklandi.

Eftir að hafa gengið úr skugga um að þetta vandamál var eingöngu bundið við Tékkland, og bollurnar þar höfðu verð teknar úr umferð, hófst sala á kjötbollum að nýju eftir áramótin í verslunum IKEA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×