Viðskipti erlent

Tveir sjóðir berjast um Iceland, efasemdir um Morrison

Tveir fjárfestingarsjóðir, Bain Capital og BC Partners, eru eftir í baráttunni um kaupin á Iceland Foods verslunarkeðjunni.

Verslunarkeðjan Morrison er að vísu einnig í hópnum en komnar eru upp efasemdir um að Morrison geti keypt Iceland vegna samkeppnissjónarmiða.

Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Skila á lokatilboðum inn í Iceland fyrir lok þessa mánaðar. Eins og fram hefur komið í fréttum vilja skilanefndir Landsbankans og Glitnis fá 1,5 milljarða punda fyrir Iceland.

Í fréttinni segir að fjárfestingarsjóðurinn TPG Capital hafi áhuga á að koma aftur inn í hópinn og þá í samvinnu við Malcolm Walker forstjóra Iceland. Walker hefur möguleika á að jafna og ganga inn í hæsta tilboð sem kemur í Iceland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×