Viðskipti erlent

Bónusar vekja aftur reiði í garð Goldman Sachs

Mikil reiði ríkir enn og aftur í garð fjárfestingabankans Goldman Sachs vegna áforma stjórnenda bankans um að greiða starfsmönnum sínum bónusa sem nema samtals 12,6 milljörðum dollara eða yfir 1.500 milljörðum króna fyrir síðasta ár.

Þessa bónusa á að greiða þrátt fyrir slakt gengi bankans á síðasta ári. Hagnaður hans hefur ekki verið minni frá árinu 2003 ef hrunárið 2008 er undanskilið. Bónusarnir nú eru að vísu 2,7 milljörðum dollara minni en á sama tíma í fyrra.

Talið er að um 30 þúsund starfsmenn Goldman Sachs hafi verið með að meðaltali tæpar 50 milljónir króna í laun og bónusa á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×