Viðskipti erlent

Samkomulag um endurbætur í Evrópu skiptu engu

Lækkanir einkenndu markaði í Evrópu og Bandaríkjunum í dag.
Lækkanir einkenndu markaði í Evrópu og Bandaríkjunum í dag.
Þrátt fyrir samkomulag 26 þjóða af 27 á Evrópusambandssvæðinu, sem miðar að því að auka stöðugleika á fjármálamörkuðum í Evrópu, virðast fjárfestar enn hræddir um að vandamálin séu enn óleyst. Þar helst miklar skuldir þjóðríkja, einkum í Suður-Evrópu, og veikir innviðir fjármálastofnanna.

Wall Street Journal greindi frá því í dag að mikil viðskipti hefðu átt sér stað að undanförnu með tryggingar á banka og þjóðríki, vegna hræðslu um að skuldug ríki muni ekki geta endurfjármagnað skuldir sínar áður en kemur að þungum gjalddaga. Ekki er síst horft til þess að hjá Ítalíu, Spáni, Portúgal, Grikklandi, Frakklandi og Belgíu.

Hlutabréfamarkaðir lækkuðu miki í Evrópu í dag, FTSE 100 vísitalan um tæplega 2% og CAC 40 um 2,6%. Í Bandaríkjunum hafa markaðir einnig verið að lækka í dag. Þannig lækkaði Nasdaq vísitalan um Nasdaq vísitalan um 1,36% og S&P 500 vísitalan um 1,5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×