Viðskipti erlent

Fitch lækkar lánshæfi sex af stærstu bönkum heimsins

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunnir sex af stærstu bönkum heimsins. Meðal bankanna eru Goldman Sachs, Deutche Bank, Barclays, Credit Suisse og franski bankinn BNP Paribas.

Fitch segir að bandarískir og evrópskir bankar séu í erfiðri stöðu vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu og óvíst hvort þeir geti mætt skuldbindingum sínum ef kreppan versnar.

Bankarnir hafi þurft að taka á sig miklar afskrifir á útlánum sem m.a. hafi leitt til þess að millibankamarkaðir eru meir og minna frosnir þar sem bankarnir þora ekki lengur að lána hvor öðrum vegna áhættunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×