Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka sem bendir til að fjárfestar telji að skuldakreppan á evrusvæðinu muni bíta í á öðrum hagsvæðum heimsins. Auk þess bendir margt til að kínverska hagkerfið sé einnig að kólna hratt.

Verð á bandarísku léttolíunni er komið niður fyrir 93 dollara á tunnuna og hefur lækkað um 7% á rúmri viku. Verðið á Brent olíunni er komið niður í 102 dollara en það fór hæst í tæpa 110 dollara fyrir rúmri viku síðan.

Þá voru rauðar tölur á öllum mörkuðum í Asíu í nótt. Nikkei vísitalan í Tókýó féll um 1,3% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll um 2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×