Fótbolti

Stjóri Dortmund æfur út í knattspyrnusamband Paragvæ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Barrios borinn meiddur af velli í úrslitaleiknum í Argentínu.
Barrios borinn meiddur af velli í úrslitaleiknum í Argentínu. Nordic Photos/AFP
Jürgen Klopp, knattspyrnustjöri Borussia Dortmund, gagnrýnir knattspyrnusamband Paragvæ vegna meiðsla framherjans Lucas Barrios. Hann segir meiðsli Barrios alvarlegri en Paragvæarnir höfðu tjáð honum.

Barrios meiddist á læri þegar hann kom inná í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu í júlí. Paragvæ beið þá lægri hlut gegn Úrúgvæ 3-0.

„Tognunin er mun alvarlegri en okkur var tjáð. Þetta er sorgarsaga," segir Klopp um meiðsli Barrios og samskipti sín við knattspyrnusamband Paragvæ.

„Það lítur út fyrir að hann verði frá í fimm til sex vikur. Það er mjög, mjög pirrandi og varpar skugga á samband okkar við knattspyrnusamband Paragvæ," sagði Klopp.

Titilvörn Dortmund hefst á föstudaginn þegar liðið tekur á móti Hamburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×