Fótbolti

Raul var hársbreidd frá Man. Utd.

Stefán Árni Pálsson skrifar
Raul, leikmaður Shalke, hefur nú viðurkennt að Manchester United hafi reynt að klófesta leikmanninn fyrir núverandi leiktíð.



Shalke og Manchester United mættast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn, en Raul hefur verið óstöðvandi í Meistaradeildinni í ár.



„Ég hafði nokkra möguleika og Manchester United var einn af þeim,“ sagði Raul.



„Ég ræddi aldrei við Sir Alex persónulega, en við vorum í samningaviðræðum við þá“.



„Áður en ég ákvað að fara til Þýskalands þá skoðaði ég nokkra möguleika og þar komu lið frá Englandi við sögu“.



Raul hefur slegið í gegn í Þýskalandi og er virkilega vinsæll hjá aðdáendum Shalke.



„Ég elska þessa fótboltamenningu sem er hér og hversu mikla virðinu fólk hefur fyrir leiknum,“sagði Raul.



„Það er draumur okkar að slá út Manchester United, en við verðum að sjá hvort liðið verður betra“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×