Innlent

Saksóknari fær aðgang að tölvupóstum Geirs

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.
Saksóknara Alþingis er heimilt að fá rafrænt afrit allra tölvupóstsamskipta Geirs Haarde frá því hann gegndi embætti forsætisráðherra 2006-2009.

Þetta er úrskurður Landsdóms sem kveðinn var upp seint á fjórða tímanum.

Landsdómur hafði áður vísað frá kröfu Geirs þar sem hann krafðist aðildar að máli saksóknara sem krafist hafði gagna úr Þjóðskjalasafni.

Enginn hefur fengið að sjá úrskurð dómsins samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Þannig hafa forsendur dómsins ekki verið kunngjörðar.

Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að jafnvel saksóknarar hafi ekki fengið úrskurðinn í sínar hendur. Þeim var tilkynnt símleiðis að þeir fengu aðgang að tölvupóstunum.

Ekki náðist í Andra Árnason, verjanda Geirs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×