Microsoft: Ekki nota Internet Explorer 6 18. janúar 2010 14:05 Microsoft hefur gefið út aðvörun til viðskiptavina sinna og almennings um að nota ekki vafrann Internet Explorer 6. Jafnframt er hvatt til þess að allir sem séu með þennan vafra í notun uppfæri strax útgáfur sínar til nýjustu gerðar vafrans, Internet Explorer 8.Samkvæmt frétt um málið í Computerworld er þessi aðvörun sett fram til að hindra árásir tölvuþrjóta. Hún er í beinu framhaldi af viðamikilli árás kínverska tölvuþrjóta gegn Google leitarvélinni þar í landi í síðustu viku. Árás sem leiddi til þess að Google hótaði að loka leitarvélinni í Kína.Nis Bank Lorenzen forstöðumaður fyrir Internet Explorer hjá Microsoft í Danmörku segir að fyrirtækið hafi að sjálfsögðu miklar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp. „Við höfum áhyggjur af því að vara frá okkur er notuð í glæpsamlegum tilgangi," segir Lorenzen. „Við munum halda áfram að vinna með Google og öðrum fyrirtækjum í tölvugeiranum, auk viðkomandi stjórnvalda, til að komast til botns í þessu máli."Vafrinn Internet Explorer 6 er mjög vinsæll í Danmörku og í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt síðustu mælingum er hann sá fjórði vinsælasti. Um 7% danskra tölvueigenda nota hann ennþá.Carsten Jörgensen öryggissérfræðingur hjá Devoteam Consulting segir að á síðustu árum hafi árásir tölvuþrjóta færst í vaxandi mæli frá árásum á netþjóna og yfir í árásir á heimilistölvur. Hann hvetur alla til að uppfæra gamlar útgáfur sínar af Internet Explorer. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Microsoft hefur gefið út aðvörun til viðskiptavina sinna og almennings um að nota ekki vafrann Internet Explorer 6. Jafnframt er hvatt til þess að allir sem séu með þennan vafra í notun uppfæri strax útgáfur sínar til nýjustu gerðar vafrans, Internet Explorer 8.Samkvæmt frétt um málið í Computerworld er þessi aðvörun sett fram til að hindra árásir tölvuþrjóta. Hún er í beinu framhaldi af viðamikilli árás kínverska tölvuþrjóta gegn Google leitarvélinni þar í landi í síðustu viku. Árás sem leiddi til þess að Google hótaði að loka leitarvélinni í Kína.Nis Bank Lorenzen forstöðumaður fyrir Internet Explorer hjá Microsoft í Danmörku segir að fyrirtækið hafi að sjálfsögðu miklar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp. „Við höfum áhyggjur af því að vara frá okkur er notuð í glæpsamlegum tilgangi," segir Lorenzen. „Við munum halda áfram að vinna með Google og öðrum fyrirtækjum í tölvugeiranum, auk viðkomandi stjórnvalda, til að komast til botns í þessu máli."Vafrinn Internet Explorer 6 er mjög vinsæll í Danmörku og í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt síðustu mælingum er hann sá fjórði vinsælasti. Um 7% danskra tölvueigenda nota hann ennþá.Carsten Jörgensen öryggissérfræðingur hjá Devoteam Consulting segir að á síðustu árum hafi árásir tölvuþrjóta færst í vaxandi mæli frá árásum á netþjóna og yfir í árásir á heimilistölvur. Hann hvetur alla til að uppfæra gamlar útgáfur sínar af Internet Explorer.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira