Innlent

Ingibjörg Sólrún: Mér finnst þetta dapurlegt

Höskuldur Kári Schram og Helga Arnardóttir skrifar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sakar forystu Vinstri grænna um pólitíska ofsóknir í Landsdómsmálinu og segir að ákærunar standist ekki lög.

Sjö af níu nefndarmönnum í þingmannanefnd Atla Gíslasonar vildu draga Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir landsdóm. Tillagan var hins vegar felld á Alþingi í gær með 29 atkvæðum gegn 34.

Ingibjörg segir það miður að Geir H. Haarde þurfi einn að fara fyrir Landsdóm og segir að ákærurnar gegn honum standist ekki lög.

Ingibjörg segir að landsdómsmálið sé fyrst og fremst pólitískt. Málið í heild sé hið dapurlegasta og til þess fallið að auka á glundroða í samfélaginu.

„Mér finnst þetta dapurlegt mál," segir Ingibjörg.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×