Viðskipti erlent

Miðlarar veðja á að evran veikist áfram

Gengi evrunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið veikara í fjögur ár. Gjaldeyrismiðlarar veðja á að gengið muni veikjast enn frekar en fram kemur á Bloomberg fréttaveitunni að verðið fyrir að tryggja sig gegn frekari veikingu evrunnar hefur ekki verið hærra í sjö ár.

Fjárfestar óttast að skuldakreppan í Suður-Evrópu muni draga evruna enn lengra niður í svaðið. Frá því árið 2003 hefur ekki verið meiri eftirspurn eftir framvirkum samingum til eins mánaðar, þ.e. samningum sem gefa fjárfestum rétt til að selja evrur eftir þann tíma.

Schneider Gallo forstjóri greiningar Foreign Exchange í London segir í samtali við Bloomberg að framtíð evrunnar sé enn í óvissu. „Álagið á bankakerfi Evrópu eykst og trúverðugleiki ECB (Seðlabanka Evrópu innsk. blm.) hefur beðið hnekki," segir Gallo.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×