Viðskipti erlent

Obama lýsir yfir stríði gegn bankamönnum á Wall Street

Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur lýst yfir stríði gegn bankamönnum á Wall Street. Obama kynnti í nótt fremur róttækar tillögur sínar um hvernig ætti að draga úr áhættu í starfsemi bankanna í Bandaríkjunum. Tillögur sem minna um margt á svokölluð Glass-Steagall lög sem sett voru í kjölfar kreppunnar 1930.

Í fréttum um málið í erlendum fjölmiðlum segir að með tillögum sínum vonist Obama til að endurvinna glataðar vinsældir sínar. Tillögurnar ganga m.a. út á að takmarka stærð og umfang bankanna, draga úr áhættu í kringum framvirka samninga og skylda bankana til að liggja inni með meira af lausafé.

Eftir að tillögur Obama lágu fyrir hríðféllu hlutabréf í þeim bönkum sem augljóslega verða mest fyrir barðinu á tillögum forsetans. Þannig lækkuðu hlutabréf í JPMorgan um 6% og hið sama gilti um Bank of America. Hlutir í Citigroup féllum um 5% og um 3% í Goldman Sachs.

Stjórnmálamenn beggja vegna Atlantshafsins hafa fagnað tillögum Obama en sérfræðingar og greinendur gagnrýna þær harðlega. Tim Roberts sjóðsstjóri Cavendish Asset Management segir að árás á ..."hjarta og sál Wall Street er ekki svarið og mun ekki endilega koma í veg fyrir kreppur í framtíðinni."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×