Fyrrum klámkóngar stjórna nú West Ham liðinu 20. janúar 2010 08:54 Viðskiptafélagarnir David Sullivan og David Gold sem nú hafa tekið við rekstri West Ham eiga fleira sameiginlegt en áhuga á fótbolta. Báðir hófu þeir feril sinn í klámiðnaðinum og þar myndaðist grundvöllurinn að auði þeirra síðar meir. David Sullivan var 21 árs gamall þegar hann hóf að gefa út klámblöð og framleiða klámmyndir. Á miðjum áttunda áratugnum náði hann þeim árangri að stjórna helmingnum af allri klámblaðaútgáfu á Bretlandseyjum. Samhliða blaðaútgáfunni komu svo klámmyndirnar en þær gerði hann fram til ársins 1981. Meðal þeirra má nefna The Playbirds og Queen of the Blues en aðalhlutverkið í þeirri mynd var í höndum þáverandi kærustu hans Mary Millington. Eftir að Mary framdi sjálfsmorð árið 1979 gerði Sullivan myndina Mary Millington´s True Blue Confessions. Síðasta klámmyndin sem Sullivan gerði var Emmanuelle in Soho árið 1981. David Gold átti klámtímaritaútgáfuna Gold Star allt fram til ársins 2006. Hann notaði hagnaðinn af þeirri starfsemi m.a. til kaupa á verslunarkeðjunni Ann Summers og nærfatakeðjunni Knickerbox. Árið 2005 kom út æfisaga hans, Pure Gold, þar sem hann ræðir um fátækt sína í æsku, ferill sinn sem framleiðandi á klámefni og árin sem hann átti fótboltaliðið Birmingham ásamt Sullivan. Upplýsingarnar um feril Sullivan og Gold eru m.a. byggðar á Wikipedia. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðskiptafélagarnir David Sullivan og David Gold sem nú hafa tekið við rekstri West Ham eiga fleira sameiginlegt en áhuga á fótbolta. Báðir hófu þeir feril sinn í klámiðnaðinum og þar myndaðist grundvöllurinn að auði þeirra síðar meir. David Sullivan var 21 árs gamall þegar hann hóf að gefa út klámblöð og framleiða klámmyndir. Á miðjum áttunda áratugnum náði hann þeim árangri að stjórna helmingnum af allri klámblaðaútgáfu á Bretlandseyjum. Samhliða blaðaútgáfunni komu svo klámmyndirnar en þær gerði hann fram til ársins 1981. Meðal þeirra má nefna The Playbirds og Queen of the Blues en aðalhlutverkið í þeirri mynd var í höndum þáverandi kærustu hans Mary Millington. Eftir að Mary framdi sjálfsmorð árið 1979 gerði Sullivan myndina Mary Millington´s True Blue Confessions. Síðasta klámmyndin sem Sullivan gerði var Emmanuelle in Soho árið 1981. David Gold átti klámtímaritaútgáfuna Gold Star allt fram til ársins 2006. Hann notaði hagnaðinn af þeirri starfsemi m.a. til kaupa á verslunarkeðjunni Ann Summers og nærfatakeðjunni Knickerbox. Árið 2005 kom út æfisaga hans, Pure Gold, þar sem hann ræðir um fátækt sína í æsku, ferill sinn sem framleiðandi á klámefni og árin sem hann átti fótboltaliðið Birmingham ásamt Sullivan. Upplýsingarnar um feril Sullivan og Gold eru m.a. byggðar á Wikipedia.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira