Fótbolti

Khedira seldur ef hann framlengir ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sami Khedira í leik með þýska landsliðinu.
Sami Khedira í leik með þýska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Fredi Bobic, nýráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Stuttgart, segir að þýski landsliðsmaðurinn Sami Khedira verði seldur í sumar ef hann neitar að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Khedira var ein af stjörnum HM í Suður-Afríku og hefur verið orðaður við Real Madrid sem er sagt reiðubúið að borga tíu milljónir evra fyrir kappann.

En Khedira á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Stuttgart og félagið vill frekar selja hann nú en að fá ekkert fyrir hann næsta sumar.

„Það væri ekki gott fyrir félagið," sagði Bobic. „Við viljum gjarnan framlengja samninginn við Sami Khedira en það er undir honum komið. Við munum ræða saman á næstu dögum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×