Fótbolti

Rolfes og Adler úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rene Adler leikur með Bayer Leverkusen.
Rene Adler leikur með Bayer Leverkusen. Nordic Photos / Bongarts
Þýska landsliðið í knattspyrnu hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna meiðsla þeirra Simon Rolfes og Rene Adler sem verða ekki með á HM í Suður-Afríku í sumar. Rolfes er miðvallarleikmaður sem var ætlað stórt hlutverk í þýska landsliðinu í sumar. Hann meiddist hins vegar á hné í janúar og endurhæfingin hefur gengið hægt. Hann hefur nú viðurkennt að baráttan er töpuð. „Það er klárt að ég næ ekki HM. Það er mjög erfitt fyrir mig en það eina sem ég get gert er að óska strákunum góðs gengis,“ sagði Rolfes við þýska fjölmiðla. Adler átti að vera aðalmarkvörður Þjóðverja í sumar en hann er rifbeinsbrotinn og þarf að fara í aðgerð vegna þess. Líklegt er að annað hvort Manuel Neuer eða Tim Wiese standi á milli stanganna í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×