Fótbolti

Voronin skaut Herthu á toppinn í Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andryi Voronin fagnar öðru marka sinna í dag.
Andryi Voronin fagnar öðru marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images
Hertha Berlín gerði sér lítið fyrir og kom sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Bayern München í dag.

Bayern hefði getað komið sér á topp deildarinnar með sigri í dag þar sem að Hoffenheim tapaði fyrir Bayer Leverkusen í gær.

Hertha er nú á toppi deildarinnar með 40 stig, Hoffenheim með 39 og Bayern 38. Leverkusen er svo í fjórða sæti með 36 stig.

Það var Úkraínumaðurinn Andriy Voronin sem skoraði bæði mörk Herthu Berlín í dag en hann er í láni hjá félaginu frá Liverpool. Miroslav Klose jafnaði metin fyrir Bayern á 61. mínútu en Voronin tryggði sigurinn á 77. mínútu leiksins.

Úrslit dagsins:

Bochum - Schalke 2-1

Werder Bremen - Mönchengladbach 1-1

Frankfurt - Wolfsburg 0-2

Hannover - Stuttgart 3-3

Hertha - Bayern 2-1

Köln - Karlsruhe 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×