Kjell Inge Rökke og frú leysa til sín tæpa 9 milljarða í hagnað 29. júní 2009 10:35 Norski auðkýfingurinn Kjell Inge Rökke og eiginkona hans Anne Grete Eidsvig hafa ákveðið að leysa til sín hagnað upp á 441 milljón norskra kr., eða tæplega 9 milljarða kr., úr einkafjárfestingafélagi sínu The Resource Group (TRG). Olíufélag Rökke, Aker Solutions, sem hann á ásamt norska ríkinu er annað af tveimur félögum sem sóttu um leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu í gegnum dótturfélag sitt Aker Exploration. Greiðslan úr TRG, að sögn vefsíðunnar e24.no, er í formi tveggja milljóna nkr. af hlutafé og 439 milljóna nkr. sem skilgreindar eru sem „annað innborgað eiginfé". Þetta þýðir að Rökke hjónin sleppa við að borga skatt af þessum upphæðum fyrsta kastið. Samkvæmt ársuppgjöri TRG nam hagnaður félagsins á síðasta ári 327 milljónum nkr, þar af komu 240 milljónir nkr. sem hagnaður frá iðnaðarrisanum Aker ASA sem Rökke á 66,6% í. Aker ASA er svo aftur móðurfélag Aker Solutions. Fram kemur í fréttinni að Rökke innleysti engan hagnað úr TRG í fyrra né árið 2007. Bókfært eigið fé TRG nam 6,4 milljörðum nkr. við árslok í fyrra. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norski auðkýfingurinn Kjell Inge Rökke og eiginkona hans Anne Grete Eidsvig hafa ákveðið að leysa til sín hagnað upp á 441 milljón norskra kr., eða tæplega 9 milljarða kr., úr einkafjárfestingafélagi sínu The Resource Group (TRG). Olíufélag Rökke, Aker Solutions, sem hann á ásamt norska ríkinu er annað af tveimur félögum sem sóttu um leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu í gegnum dótturfélag sitt Aker Exploration. Greiðslan úr TRG, að sögn vefsíðunnar e24.no, er í formi tveggja milljóna nkr. af hlutafé og 439 milljóna nkr. sem skilgreindar eru sem „annað innborgað eiginfé". Þetta þýðir að Rökke hjónin sleppa við að borga skatt af þessum upphæðum fyrsta kastið. Samkvæmt ársuppgjöri TRG nam hagnaður félagsins á síðasta ári 327 milljónum nkr, þar af komu 240 milljónir nkr. sem hagnaður frá iðnaðarrisanum Aker ASA sem Rökke á 66,6% í. Aker ASA er svo aftur móðurfélag Aker Solutions. Fram kemur í fréttinni að Rökke innleysti engan hagnað úr TRG í fyrra né árið 2007. Bókfært eigið fé TRG nam 6,4 milljörðum nkr. við árslok í fyrra.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira