Viðskipti erlent

EQT vill bjóða í Ratiopharm í samvinnu við Actavis

Sænska fjármálafyrirtækið EQT er nú á höttunum eftir því að fyrirtækið bjóði í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm í samvinnu við Actavis. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni.

 

EQT er eitt eftir af þeim fimm fjármálafyrirtækjum/bönkum sem upphaflega höfðu áhuga á að kaupa Ratiopharm. Actavis er enn í hópi áhugasamra kaupenda ásamt fimm öðrum lyfjafyrirtækjum Þar á meðal bandaríska lyfjarisanum Pfizer.

 

Óbindandi tilboðum í Ratiopharm var skilað inn í vikunni og hefur Bloomberg heimildir fyrir því að einhver þeirra hafi numið yfir 2,5 milljörðum evra. Hin þýska Merckle fjölskylda sem á Ratiopharm er talin vilja fá um 3 milljarða evra fyrir fyrirtækið.

 

EQT er í eigu Wallenberg fjölskyldunnar í Svíþjóð en samkvæmt frétt Bloomberg myndi samvinna þess við Actavis styrkja stöðu þeirra í viðleitninni til að ná inn á samheitalyfjamarkaðinn í Þýskalandi. Eftir nokkru er að slægjast á þeim markaði þar sem ársveltan nemur um 11,7 milljörðum evra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×