EQT vill bjóða í Ratiopharm í samvinnu við Actavis 11. desember 2009 13:23 Sænska fjármálafyrirtækið EQT er nú á höttunum eftir því að fyrirtækið bjóði í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm í samvinnu við Actavis. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. EQT er eitt eftir af þeim fimm fjármálafyrirtækjum/bönkum sem upphaflega höfðu áhuga á að kaupa Ratiopharm. Actavis er enn í hópi áhugasamra kaupenda ásamt fimm öðrum lyfjafyrirtækjum Þar á meðal bandaríska lyfjarisanum Pfizer. Óbindandi tilboðum í Ratiopharm var skilað inn í vikunni og hefur Bloomberg heimildir fyrir því að einhver þeirra hafi numið yfir 2,5 milljörðum evra. Hin þýska Merckle fjölskylda sem á Ratiopharm er talin vilja fá um 3 milljarða evra fyrir fyrirtækið. EQT er í eigu Wallenberg fjölskyldunnar í Svíþjóð en samkvæmt frétt Bloomberg myndi samvinna þess við Actavis styrkja stöðu þeirra í viðleitninni til að ná inn á samheitalyfjamarkaðinn í Þýskalandi. Eftir nokkru er að slægjast á þeim markaði þar sem ársveltan nemur um 11,7 milljörðum evra. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sænska fjármálafyrirtækið EQT er nú á höttunum eftir því að fyrirtækið bjóði í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm í samvinnu við Actavis. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. EQT er eitt eftir af þeim fimm fjármálafyrirtækjum/bönkum sem upphaflega höfðu áhuga á að kaupa Ratiopharm. Actavis er enn í hópi áhugasamra kaupenda ásamt fimm öðrum lyfjafyrirtækjum Þar á meðal bandaríska lyfjarisanum Pfizer. Óbindandi tilboðum í Ratiopharm var skilað inn í vikunni og hefur Bloomberg heimildir fyrir því að einhver þeirra hafi numið yfir 2,5 milljörðum evra. Hin þýska Merckle fjölskylda sem á Ratiopharm er talin vilja fá um 3 milljarða evra fyrir fyrirtækið. EQT er í eigu Wallenberg fjölskyldunnar í Svíþjóð en samkvæmt frétt Bloomberg myndi samvinna þess við Actavis styrkja stöðu þeirra í viðleitninni til að ná inn á samheitalyfjamarkaðinn í Þýskalandi. Eftir nokkru er að slægjast á þeim markaði þar sem ársveltan nemur um 11,7 milljörðum evra.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira