Auðmaðurinn Karsten Ree til bjargar Amagerbanken 29. október 2009 10:34 Danskir vefmiðlar flytja fréttir í dag um að auðmaðurinn Karsten Ree ætli að koma Amagerbanken til bjargar með hálfan milljarð danskra kr. í nýju fjárframlagi til bankans. Framtíð Amagerbanken er óljós þar sem bankinn uppfyllir ekki lengur skilyrði um eiginfjárhlutfall. Gaf danska fjármálaeftirlitið bankanum frest til að laga þá stöðu ellegar myndi eftirlitið yfirtaka starfsemi bankans. Stjórn bankans áfrýjaði þessum skilyrðum eftirlitsins til sérstaks áfrýjunardómstóls sem tekur afstöðu til málsins á næstu dögum. Samkvæmt fjármálaeftirlitinu þarf bankinn á 600 milljónum danskra kr. að halda hið minnsta í nýju eignfé til að hann uppfylli reglur um eiginfjárhlutfall. Karsten Ree er Íslendingum ekki að öllu ókunnur því í nóvember í fyrra kom til tals að Ree keypti Sterling flugfélagið af Pálma Haraldssyni en ekkert varð af þeim kaupum. Ree er fyrrum eigandi auglýsingablaðsins Den Blå Avis en hann seldi það fyrir 2 milljarða danskra kr. í fyrra. Ree setur það skilyrði fyrir aðkomu sinni að Amagerbanken að bankinn fái opinbera aðstoð úr svokölluðum bankpakke II en ljóst er að svo verður ekki ef skilyrði fjármálaeftirlitsins verða staðfest af áfrýjunardómstólinum. Hlutabréf í Amagerbanken tóku stökk uppávið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn þegar tilboð Ree varð opinbert. Hafa þau hækkað um 27% frá opnun markaðarins og hafa viðskipti með þau aldrei verið meiri á einum degi í kauphöllinni. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danskir vefmiðlar flytja fréttir í dag um að auðmaðurinn Karsten Ree ætli að koma Amagerbanken til bjargar með hálfan milljarð danskra kr. í nýju fjárframlagi til bankans. Framtíð Amagerbanken er óljós þar sem bankinn uppfyllir ekki lengur skilyrði um eiginfjárhlutfall. Gaf danska fjármálaeftirlitið bankanum frest til að laga þá stöðu ellegar myndi eftirlitið yfirtaka starfsemi bankans. Stjórn bankans áfrýjaði þessum skilyrðum eftirlitsins til sérstaks áfrýjunardómstóls sem tekur afstöðu til málsins á næstu dögum. Samkvæmt fjármálaeftirlitinu þarf bankinn á 600 milljónum danskra kr. að halda hið minnsta í nýju eignfé til að hann uppfylli reglur um eiginfjárhlutfall. Karsten Ree er Íslendingum ekki að öllu ókunnur því í nóvember í fyrra kom til tals að Ree keypti Sterling flugfélagið af Pálma Haraldssyni en ekkert varð af þeim kaupum. Ree er fyrrum eigandi auglýsingablaðsins Den Blå Avis en hann seldi það fyrir 2 milljarða danskra kr. í fyrra. Ree setur það skilyrði fyrir aðkomu sinni að Amagerbanken að bankinn fái opinbera aðstoð úr svokölluðum bankpakke II en ljóst er að svo verður ekki ef skilyrði fjármálaeftirlitsins verða staðfest af áfrýjunardómstólinum. Hlutabréf í Amagerbanken tóku stökk uppávið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn þegar tilboð Ree varð opinbert. Hafa þau hækkað um 27% frá opnun markaðarins og hafa viðskipti með þau aldrei verið meiri á einum degi í kauphöllinni.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira