Viðsnúningur í bresku hagkerfi 5. ágúst 2009 14:00 Frá London. Viðsnúningur virðist vera á næsta leyti í bresku hagkerfi eftir samfellda efnahagsniðursveiflu í rúmlega eitt ár. Þetta kemur fram í könnun innkaupastjóra í þjónustugeiranum á Bretlandi. Svokölluð innkaupavísitala (e. purchasing managers index) í þjónustugeiranum stendur nú í 53 stigum sem er hæsta gildi vísitölunnar í tæplega eitt og hálft ár. Eru þetta vísbendingar um að sala í þjónustugeiranum hafi hækkað í júlí, þriðja mánuðinn í röð. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í dag. Breska Hagstofan opinberaði einnig framleiðslutölur sem voru umfram væntingar. Þær tölur sýna að heildarframleiðsla jókst um 0,4% í júní og iðnaðarframleiðsla um 0,5% sem er mesta hækkun iðnaðarframleiðslu í tuttugu mánuði. Að auki er húsnæðisverð á Bretlandi á uppleið en fasteignaverðsvísitalan hækkaði um 1,1% í júlí. „Gögn bresku Hagstofunnar auka bjartsýni á viðsnúningi efnahagslífsins," er haft eftir hagfræðingi hjá ING bankanum. Gögnin benda til þess að 0,8% minnkun á þjóðarframleiðslu á öðrum ársfjórðungi, muni ekki endurtaka sig á þriðja ársfjórðungi og Bretland verði á meðal fyrstu stóru hagkerfum heimsins til að ná sér upp úr hinni djúpu efnahagslægð. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðsnúningur virðist vera á næsta leyti í bresku hagkerfi eftir samfellda efnahagsniðursveiflu í rúmlega eitt ár. Þetta kemur fram í könnun innkaupastjóra í þjónustugeiranum á Bretlandi. Svokölluð innkaupavísitala (e. purchasing managers index) í þjónustugeiranum stendur nú í 53 stigum sem er hæsta gildi vísitölunnar í tæplega eitt og hálft ár. Eru þetta vísbendingar um að sala í þjónustugeiranum hafi hækkað í júlí, þriðja mánuðinn í röð. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í dag. Breska Hagstofan opinberaði einnig framleiðslutölur sem voru umfram væntingar. Þær tölur sýna að heildarframleiðsla jókst um 0,4% í júní og iðnaðarframleiðsla um 0,5% sem er mesta hækkun iðnaðarframleiðslu í tuttugu mánuði. Að auki er húsnæðisverð á Bretlandi á uppleið en fasteignaverðsvísitalan hækkaði um 1,1% í júlí. „Gögn bresku Hagstofunnar auka bjartsýni á viðsnúningi efnahagslífsins," er haft eftir hagfræðingi hjá ING bankanum. Gögnin benda til þess að 0,8% minnkun á þjóðarframleiðslu á öðrum ársfjórðungi, muni ekki endurtaka sig á þriðja ársfjórðungi og Bretland verði á meðal fyrstu stóru hagkerfum heimsins til að ná sér upp úr hinni djúpu efnahagslægð.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira