NBA í nótt: Cleveland bætti félagsmetið - Orlando vann Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2009 09:16 LeBron James og félagar í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland bætti í nótt félagsmet sitt í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann sinn 58. sigur á tímabilinu. Cleveland vann New Jersey, 98-87, þar sem LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var einnig tíundi sigur liðsins í röð en Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið náði síðast að vinna 57 leiki á einu og sama tímabilinu fyrst 1988-89 og svo aftur þremur árum síðar. Þá léku stórstjörnur með liðinu eins og Brad Daugherty og Mark Price. Óneitanlega féll þó Cleveland í skuggann á Michael Jordan og félögum í Chicago. En nú er Cleveland í sviðsljósinu, ekki síst vegna LeBron James sem þykir af mörgum vera einn sá allra besti síðan að Jordan lét ljós sitt skína. James komst einnig í sögubækurnar í nótt. Í leiknum í nótt kom hann sér yfir 2000 stig, 500 fráköst og 500 stoðsendingar á tímabilinu og er það í fjórða sinn sem hann gerir það. Aðeins einum manni hefur tekist þetta áður. Það var Oscar Robertson sem gerði þetta alls sex sinnum. Robertson afrekaði meira að segja eitt tímabilið að vera með þrefalda tvennu í meðaltali sínu yfir heilt tímabil. Larry Bird náði þessum árangri þrívegis, John Havlicek og Michael Jordan tvívegis hvor. Þar að auki var þetta 33. sigur Cleveland í 34 heimaleikjum til þessa á tímabilinu. Vince Carter skoraði 20 stig fyrir New Jersey og Jarvis Hayes átján en liðið er óðum að missa af sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti Austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á eftir Chicago sem er í áttunda sæti. Það voru önnur stórtíðindi í Austurdeildinni því Orlando gerði sér lítið fyrir og vann meistarana í Boston á heimavelli, 84-82. Þar með komst Orlando upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Boston. Ef þetta verður niðurstaðan að lokinni deildakeppninni munu Cleveland og Boston að öllum líkindum mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar en því áttu afar fáir von á fyrir aðeins fáeinum vikum síðan. Hins vegar hafa Dwight Howard og félagar í Orlando komið mörgum á óvart og Howard sýndi enn og aftur í nótt hvers hann er megnugur. Hann blokkaði sniðskot Paul Pierce í blálok leiksins og kom í veg fyrir að Boston næði að jafna metin á síðustu stundu og knýja fram framlengingu. Howard var alls með 24 stig og 21 frákast í leiknum í nótt. Rashard Lewis var með 21 stig og Hedo Turkoglu þrettán. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fjórtán leikjum sínum. Pierce var með 26 stig fyrir Boston og Ray Allen sextán. Önnur úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 92-102 Indiana Pacers - Miami Heat 90-88 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 96-88 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 115-106 Washington Wizards - Charlotte Bobcats 95-93 New York Knicks - LA Clippers 135-140 New Orleans Hornets - Denver Nuggets 88-101 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 128-106 Phoenix Suns - Utah Jazz 118-114 NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Cleveland bætti í nótt félagsmet sitt í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann sinn 58. sigur á tímabilinu. Cleveland vann New Jersey, 98-87, þar sem LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var einnig tíundi sigur liðsins í röð en Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið náði síðast að vinna 57 leiki á einu og sama tímabilinu fyrst 1988-89 og svo aftur þremur árum síðar. Þá léku stórstjörnur með liðinu eins og Brad Daugherty og Mark Price. Óneitanlega féll þó Cleveland í skuggann á Michael Jordan og félögum í Chicago. En nú er Cleveland í sviðsljósinu, ekki síst vegna LeBron James sem þykir af mörgum vera einn sá allra besti síðan að Jordan lét ljós sitt skína. James komst einnig í sögubækurnar í nótt. Í leiknum í nótt kom hann sér yfir 2000 stig, 500 fráköst og 500 stoðsendingar á tímabilinu og er það í fjórða sinn sem hann gerir það. Aðeins einum manni hefur tekist þetta áður. Það var Oscar Robertson sem gerði þetta alls sex sinnum. Robertson afrekaði meira að segja eitt tímabilið að vera með þrefalda tvennu í meðaltali sínu yfir heilt tímabil. Larry Bird náði þessum árangri þrívegis, John Havlicek og Michael Jordan tvívegis hvor. Þar að auki var þetta 33. sigur Cleveland í 34 heimaleikjum til þessa á tímabilinu. Vince Carter skoraði 20 stig fyrir New Jersey og Jarvis Hayes átján en liðið er óðum að missa af sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti Austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á eftir Chicago sem er í áttunda sæti. Það voru önnur stórtíðindi í Austurdeildinni því Orlando gerði sér lítið fyrir og vann meistarana í Boston á heimavelli, 84-82. Þar með komst Orlando upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Boston. Ef þetta verður niðurstaðan að lokinni deildakeppninni munu Cleveland og Boston að öllum líkindum mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar en því áttu afar fáir von á fyrir aðeins fáeinum vikum síðan. Hins vegar hafa Dwight Howard og félagar í Orlando komið mörgum á óvart og Howard sýndi enn og aftur í nótt hvers hann er megnugur. Hann blokkaði sniðskot Paul Pierce í blálok leiksins og kom í veg fyrir að Boston næði að jafna metin á síðustu stundu og knýja fram framlengingu. Howard var alls með 24 stig og 21 frákast í leiknum í nótt. Rashard Lewis var með 21 stig og Hedo Turkoglu þrettán. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fjórtán leikjum sínum. Pierce var með 26 stig fyrir Boston og Ray Allen sextán. Önnur úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 92-102 Indiana Pacers - Miami Heat 90-88 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 96-88 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 115-106 Washington Wizards - Charlotte Bobcats 95-93 New York Knicks - LA Clippers 135-140 New Orleans Hornets - Denver Nuggets 88-101 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 128-106 Phoenix Suns - Utah Jazz 118-114
NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum