Minnkandi eftirspurn eftir olíuborpöllum í Noregi 29. október 2009 15:17 Minnkandi eftirspurn er nú eftir olíuborpöllum og skipum í Noregi og heldur sú þróun áfram það sem eftir er ársins að mati hagstofu Noregs. Samhliða þessu hafa norskar skipasmíðastöðvar neyðst til að lækka verð sín á olíuborpöllum og skipum. Fjallað er um málið á vefsíðunni offshore.no. Þar kemur fram að eftirspurnin eftir olíuborpöllum og skipum hafi farið minnkandi allt þetta ár og að í augnablikinu keyri norski skipasmíðaiðnaðurinn á aðeins 80% af fullum afköstum af þeim sökum. „Minnkandi eftirspurn og aukin samkeppni hafa verið flöskuhálsar fyrir framleiðsluna," segir í áliti norsku hagstofunnar. Þar segir einnig að stjórnendur í skipasmíðaiðnaðinum reikni með að þessi þróun haldi áfram a.m.k. í bráð. Af þeim sökum eru margir skipa- og olíuborpallaframleiðendur að draga úr umsvifum sínum. Lækkandi verð á olíuborpöllum eru hinsvegar jákvæðar fréttir fyrir íslendinga því slíkt gerir það ódýrar að leita eftir olíu á Drekasvæðinu. Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni er talið að ein tilraunborhola á svæðinu kosti um 10 milljarða kr. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Minnkandi eftirspurn er nú eftir olíuborpöllum og skipum í Noregi og heldur sú þróun áfram það sem eftir er ársins að mati hagstofu Noregs. Samhliða þessu hafa norskar skipasmíðastöðvar neyðst til að lækka verð sín á olíuborpöllum og skipum. Fjallað er um málið á vefsíðunni offshore.no. Þar kemur fram að eftirspurnin eftir olíuborpöllum og skipum hafi farið minnkandi allt þetta ár og að í augnablikinu keyri norski skipasmíðaiðnaðurinn á aðeins 80% af fullum afköstum af þeim sökum. „Minnkandi eftirspurn og aukin samkeppni hafa verið flöskuhálsar fyrir framleiðsluna," segir í áliti norsku hagstofunnar. Þar segir einnig að stjórnendur í skipasmíðaiðnaðinum reikni með að þessi þróun haldi áfram a.m.k. í bráð. Af þeim sökum eru margir skipa- og olíuborpallaframleiðendur að draga úr umsvifum sínum. Lækkandi verð á olíuborpöllum eru hinsvegar jákvæðar fréttir fyrir íslendinga því slíkt gerir það ódýrar að leita eftir olíu á Drekasvæðinu. Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni er talið að ein tilraunborhola á svæðinu kosti um 10 milljarða kr.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira